fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Gróflega misboðið að Ása Guðbjörg og börn eigi von á stórum tékka á meðan fjölskyldur fórnarlamba fá ekkert – „Þið ættuð að skammast ykkar“ 

Pressan
Mánudaginn 20. nóvember 2023 18:52

Rex og Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona grunaða raðmorðingjans Rex Heuermann, eigi von á rúmlega 140 milljón króna greiðslu fyrir þátttöku í heimildaþáttum um Gilgo-strandar morðin svonefndu.

Framleiðandi þáttanna er Peacock og sjónvarpsstöðin NBC og mun þar fjölskyldu Rex vera fylgt eftir á meðan hann svarar til saka fyrir dómstólum, og sýnt hvaða áhrif málið hefur haft á Ásu og börn hennar.

Sagan segir að Peacock hafi hreinlega keypt réttinn að ævisögu Ásu og fjölskyldu. Rétt er að minnast þess að eftir að Rex var handtekinn í júlí sat Ása Guðbjörg eftir í súpunni. Hún missti vinnuna og þar með sjúkratryggingu sína, en hún glímir við tvenns konar krabbamein og bandaríska heilbrigðiskerfið er þekkt fyrir að vera svo sannarlega ekki ódýrt. Það eina sem fjölskyldan hafi því sem meta megi til fjár sé fasteign sem var þó þar til nýlega í nafni Rex. Ása og uppkomin börn hennar tvö eru þó atvinnulaus og eiga ekki greiða leið inn á vinnumarkaðinn sökum heilsuleysis og sökum þeirrar gífarlegu athygli sem málið hefur vakið.

Því munu það hafa selt sögu sína til að eiga í sig og á. Tökulið fylgir þeim nú eftir hvert sem þau fara, en Rex svarar fljótlega fyrir ákæru um að bera ábyrgð á andláti minnst þriggja kvenna.

„Það er ástæða fyrir því að hún hefur lítið rætt við fjölmiðla, því hún er búin að skrifa undir umfangsmikinn samning við framleiðendur þáttanna,“ sagði ritstjórinn Paula Froelich hjá NewsNation.

Lögmenn sem tekið hafa að sér að gæta hagsmuna Ásu og barna munu líka fá veglegar greiðslur fyrir þátttöku í þáttunum, en þeir munu eins koma fram í sjónvarpsþætti um morðin og atburðarásina sem leiddi til handtöku Rex. Við erum hér að tala um tugi milljóna til hvors lögmanns.

Þessi tíðindi settu netheima á hliðina. Netverjar telja það hreinlega svívirðilegt að fjölskylda manns, sem grunaður er um að vera hvorki meira né minna en raðmorðingi, eigi von á rúmlega 140 milljónum á meðan aðstandendur hinna látnu sitja eftir með sárt ennið.

„Hvað fá fjölskyldur fórnarlambanna,“ er algeng spurning sem netverjar hafa borið upp í hneykslun.

„Mér býður við því að fjölskyldur þeirra látnu séu látin ganga í gegnum annað áfall. ALLIR PENINGAR ÆTTU AÐ RENNA TIL FJÖLSKYLDNA FÓRNARLAMBANNA. Peackock og NBC, þið ættuð að skammast ykkar,“ skrifað einn sem var töluvert miður sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Í gær

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp