fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fanta varð til vegna seinni heimsstyrjaldarinnar

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 10:00

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur kaupsýslumaður sem fann upp gosdrykkinn Fanta markaðssetti drykkinn í Þýskalandi nasismans, í seinni heimsstyrjöldinni, sem valkost við Coca-Cola.

Fanta er í dag einn vinsælasti gosdrykkur heims. Drykkurinn á sér yfir 80 ára langa sögu. Hann væri hins vegar ekki til ef það væri ekki fyrir Þjóðverja að nafni Max Keith, óbilandi hollustu hans við Coca-Cola og efnahagslíf Þýskalands nasismans.

Fanta varð eingöngu til vegna þess að Bandaríkin fóru í stríð við Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni sem þýddi að dótturfyrirtæki Coca-Cola, sem er bandarískt fyrirtæki, í Þýskalandi gat ekki lengur flutt inn hráefnin til að framleiða drykkinn sem Íslendingar kalla iðulega kók. Max Keith vantaði hins vegar drykk sem hann gat markaðssett í Þýskalandi og Fanta varð til.

Coca-Cola varð til árið 1886. Drykkurinn sló fljótt í gegn og innan áratugar var hann seldur um öll Bandaríkin. Í upphafi þriðja áratugar 20. aldar var farið að selja drykkinn í Evrópu.

Kók kemur til Þýskalands

Coca-Cola opnaði verksmiðju í Þýskalandi árið 1929 og Þjóðverjar tóku vel í þennan bandaríska drykk.

Þegar nasistar komust til valda 1933 tók Þjóðverjinn Max Keith við stjórn dótturfyrirtækis Coca Cola í Þýskalandi.

Þýskt efnahagslíf var á uppleið og þjóðernishyggja efldist. Keith vissi að hann yrði að sannfæra landa sína um að Coca-Cola væri drykkur sem væri þess verður að vera drukkinn af hinni þýsku þjóð. Hollusta Keith gagnvart Coca-Cola er þó sögð hafa verið meiri en hollusta hans gagnvart Þýskalandi.

Móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum leit framhjá ofbeldisfullri orðræðu og ofbeldi nasista til að tryggja viðskipti sín í Þýskalandi og var meðal annars einn af styrktaraðilum ólympíuleikanna í Berlín árið 1936.

Viðskiptin héldu áfram þrátt fyrir hernað Þýskalands gagnvart öðrum Evrópuríkjum, frá og með haustinu 1939. Dótturfélagið í Þýskalandi fékk áfram hráefni til framleiðslunnar og Max Keith tók yfir dótturfélög Coca-Cola í löndum sem Þýskaland réðst inn í. Keith var aldrei meðlimur í nasistaflokknum en hann nýtti sér óspart flokkinn til að efla Coca-Cola í Þýskalandi og á 10 ára afmæli þýska dótturfélagsins, árið 1939, var Adolf Hitler hylltur af ákafa.

Róðurinn þyngist og Fanta verður til

Eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni undir lok ársins 1941 og fóru meðal annars í stríð við Þýskaland gat móðurfélagið í Bandaríkjunum ekki lengur sent þýska dótturfélaginu hráefni til framleiðslunnar.

Max Keith varð að finna upp á einhverju nýju úr því að ekki var lengur hægt að framleiða Coca-Cola í Þýskalandi, einhvern nýjan drykk sem væri hugsaður sérstaklega fyrir þýskan markað.

Erfitt var að fá hráefni vegna þeirrar skömmtunar sem komið var á í Þýskalandi eftir upphaf stríðsins. Keith og starfsfólk hans skrapaði því saman ýmsu sem notað var til að búa til nýja drykkinn. Trefjar úr eplum, aldinkjöt úr sídereplum, sykur úr sykurrófum, hýði af ávöxtum og mysa var það sem fór í uppskriftina.

Max Keith hvatti starfsmenn sína til að kanna fantasíur sínar við gerð drykksins og upp úr því fékk drykkurinn nafnið Fanta.

Vafasamt er að Fanta hafi verið eins gott og Coca-Cola þegar drykkurinn varð fyrst til. Hann seldist þó vel í Þýskalandi enda varð sífellt erfiðara að nálgast aðra valkosti. Enginn drykkur var því í boði í Þýskalandi sem var sætari en Fanta.

Vegna mikillar skömmtunar á sykri nýttu Þjóðverjar einnig í auknu mæli Fanta sem sætuefni í mat.

Max Keith réð enn yfir mörgum dótturfyrirtækjum Coca-Cola og nýtti þau til að selja Fanta í fleiri löndum álfunnar. Salan var mjög góð en í lok stríðsins höfðu selst þrjár milljónir kassa.

Í lok stríðsins afhenti Max Keith Coca-Cola í Bandaríkjunum allan ágóðann af sölu Fanta. Fyrirtækið hyllti hann sem hetju fyrir að hafa haldið rekstrinum í Þýskalandi gangandi í stríðinu og hann var gerður að yfirmanni Coca Cola í allri Evrópu.

Coca-Cola fyrirtækið tók yfir framleiðsluréttinn á Fanta. Það var sett aftur á markað 1955 en þá sem gosdrykkur með appelsínubragði og er enn drukkið út um allan heim.

Þrátt fyrir þennan uppruna Fanta náði fyrirtækið að fjarlægjast þriðja ríkið. Árið 2015 var hins vegar haldið upp á 75 ára afmæli Fanta. Coca-Cola sendi frá sér auglýsingu af þessu tilefni þar sem vísað var til „gömlu góðu tímanna.“ Auglýsingin var harðlega gagnrýnd fyrir að vísa til Þýskalands nasismans og fyrirtækið neyddist til að taka hana úr dreifingu. Það hafði hins vegar engin áhrif á sölu Fanta. Í dag er drykkurinn til í nokkrum tegundum og talsvert ólíkur þeim samtíningi sem notaður var til að búa drykkinn upphaflega til í Þýskalandi nasismans.

Það var allthatsinteresting.com sem greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár