fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Skorið á dekk 32 bíla á einu kvöldi

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 13:30

Skjáskot Youtube - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur til rannsóknar atburð sem varð í þorpinu Brockham í Surrey-sýslu í Englandi að kvöldi 4. nóvember síðastliðins. Þá var skorið á dekk 32 bíla í þorpinu.

Lögreglan hefur óskað eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum og hvatt vitni til að gefa sig fram.

Birtar hafa verið myndir á samfélagsmiðlum af dekkjum sem hafa verið skorin. Bílunum var lagt í mismundandi götum að sögn lögreglunnar.

Lögreglumenn fóru þegar á vettvang þegar tilkynnt var um skemmdarverkin. Talið er að þau hafi átt sér stað frá klukkan rúmlega sjö til hálf tíu um kvöldið.

Einn íbúi í þorpinu birti myndband á Facebook af óþekktum manni beygja sig niður að dekkjum bifreiðar og skömmu síðar heyrðist hljóð sem líktist lofti að leka út. Maðurinn sagði myndbandið ekki vera í góðum gæðum en vonaði að einhver gæti borið kennsl á manninn óþekkta.

Talið er mögulegt að skemmdarverkin tengist á einhvern hátt því að þetta kvöld var brenna í þorpinu. Var hún í tilefni af degi Guy Fawkes sem er 5. nóvember á hverju ári í Bretlandi. Er þess þá minnst að manni að nafni Guy Fawkes mistókst að sprengja þinghúsið í loft upp þennan sama dag árið 1605.

Einn íbúi þorpsins segist ekki vera viss um að brennan hafi eitthvað með skemmdarverkin að gera. Áður hafi fólk, á öðrum tímum ársins, keyrt um þorpið og brotið bílrúður með hamri.

Annar íbúi sagði að nokkuð hafi verið um skemmdarverk á síðustu árum í þorpinu. Bílrúður hafi verið brotnar og skotið hafi verið úr loftbyssum á bíla og rúður í íbúðarhúsum. Hann telur þessi nýjustu skemmdarverk ekkert tengjast brennunni en að líklegt sé að einstaklingur sem búi á svæðinu og eigi í miklum vanda með sjálfan sig standi fyrir skemmdarverkunum.

Einn íbúa er þó ósammála og telur að brennan og samkomuhald henni tengdri hafi farið algjörlega úr böndunum. Hann segir að selja ætti takmarkaðan fjölda miða á brennuna en ekki hafa opinn aðgang. Íbúar sé löngu orðnir þreyttir á að hlutum sé stolið úr görðum þeirra, bílum lagt í innkeyrslurnar þeirra, tómum bjórdósum og hávaða sem fylgi samkomunni. Hann segir að skipulagsnefnd brennunnar ætti með réttu að greiða fyrir þá hjólbarða sem skornir voru á bílunum 32.

Sky News greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans