fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skorið á dekk 32 bíla á einu kvöldi

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 13:30

Skjáskot Youtube - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur til rannsóknar atburð sem varð í þorpinu Brockham í Surrey-sýslu í Englandi að kvöldi 4. nóvember síðastliðins. Þá var skorið á dekk 32 bíla í þorpinu.

Lögreglan hefur óskað eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum og hvatt vitni til að gefa sig fram.

Birtar hafa verið myndir á samfélagsmiðlum af dekkjum sem hafa verið skorin. Bílunum var lagt í mismundandi götum að sögn lögreglunnar.

Lögreglumenn fóru þegar á vettvang þegar tilkynnt var um skemmdarverkin. Talið er að þau hafi átt sér stað frá klukkan rúmlega sjö til hálf tíu um kvöldið.

Einn íbúi í þorpinu birti myndband á Facebook af óþekktum manni beygja sig niður að dekkjum bifreiðar og skömmu síðar heyrðist hljóð sem líktist lofti að leka út. Maðurinn sagði myndbandið ekki vera í góðum gæðum en vonaði að einhver gæti borið kennsl á manninn óþekkta.

Talið er mögulegt að skemmdarverkin tengist á einhvern hátt því að þetta kvöld var brenna í þorpinu. Var hún í tilefni af degi Guy Fawkes sem er 5. nóvember á hverju ári í Bretlandi. Er þess þá minnst að manni að nafni Guy Fawkes mistókst að sprengja þinghúsið í loft upp þennan sama dag árið 1605.

Einn íbúi þorpsins segist ekki vera viss um að brennan hafi eitthvað með skemmdarverkin að gera. Áður hafi fólk, á öðrum tímum ársins, keyrt um þorpið og brotið bílrúður með hamri.

Annar íbúi sagði að nokkuð hafi verið um skemmdarverk á síðustu árum í þorpinu. Bílrúður hafi verið brotnar og skotið hafi verið úr loftbyssum á bíla og rúður í íbúðarhúsum. Hann telur þessi nýjustu skemmdarverk ekkert tengjast brennunni en að líklegt sé að einstaklingur sem búi á svæðinu og eigi í miklum vanda með sjálfan sig standi fyrir skemmdarverkunum.

Einn íbúa er þó ósammála og telur að brennan og samkomuhald henni tengdri hafi farið algjörlega úr böndunum. Hann segir að selja ætti takmarkaðan fjölda miða á brennuna en ekki hafa opinn aðgang. Íbúar sé löngu orðnir þreyttir á að hlutum sé stolið úr görðum þeirra, bílum lagt í innkeyrslurnar þeirra, tómum bjórdósum og hávaða sem fylgi samkomunni. Hann segir að skipulagsnefnd brennunnar ætti með réttu að greiða fyrir þá hjólbarða sem skornir voru á bílunum 32.

Sky News greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“