fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

„Það eru geimverur í bakgarðinum okkar,“ segir háttsettur stjórnandi innan Pentagon og stígur til hliðar

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmaður deildar Pentagon sem fer með málefni sem varðar alla meinta furðuhluti ætlar að stíga til hliðar í desember. Sean Kirkpatrick, var yfir deild sem kallast All-domain Anomaly Resolution Office, sem rannsakar svokölluð frávik á öllum sviðum. Hann greindi frá því fyrir helgi að honum hafi tekist að ná öllum þeim markmiðum sem hann hafði í starfinu og því tími til að snúa sér að öðru.

Tími hans í embætti einkenndist af auknum áhuga bandaríska þingsins á fljúgandi furðuhlutum og möguleikanum að líf finnist á öðrum plánetum. Sean segir að það besta sem gæti komið út úr starfi deildar hans sé að sanna tilvist geimvera.

„Ef við sönnum ekki að þetta hafi verið geimverur, þá er það sem við höfum fundið sannanir um að aðrir séu að gera eitthvað í bakgarðinum okkar. Og það er ekki gott.“

Sean segist hafa tekið fyrir gífurlega mörg tilfelli sem varði meinta furðuhluti, en greining deildar hans hafi ekki náð að rekja eitt einasta þeirra til starfsemi erlendra ríkja innan vébanda Bandaríkjanna. Honum hafi eins tekist að útiloka að bandarísk yfirvöld standi fyrir leynilegum aðgerðum sem varði slíka furðuhluti, svo sem hermismíði eða vopnaframleiðslu sem byggi á tækni frá öðrum plánetum. Eftir standi því að hér hljóti að vera um að ræða raunverulega furðuhluti utan úr geimnum.

Deild Sean var stofnuð í júlí á síðasta ári og fengið að kanna atvikaskráningar frá hermönnum um óþekkta furðuhluti í lofthelgi Bandaríkjanna. Eins að meta hversu mikil ógn stafi frá þessum furðuhlutum. Hann var nýlega með kynningu hjá NASA þar sem hann rakti að bandarísk mælitæki sem og opinberir starfsmenn hafi séð fljúgandi málhnetti sem virðist fljúga með skipulegum hætti um alla jörðina. Þessir hnettir fljúgi með slíkum hætti að það rými ekki við neitt af þeim flugförum sem þekkt eru hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni