Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þeirra sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Climate Change.
Í henni kemur fram að jafnvel þótt mannkyninu takist að ná tökum á losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkun hita, miðað við það sem hann var áður en iðnvæðingin hófst, við 1,5 gráður muni bráðnunin færast í aukana og verða þrisvar sinnum hraðari það sem eftir lifir aldarinnar en var á síðustu öld.
Live Science segir að samkvæmt því sem Kaitlin Naughten, aðalhöfundur rannsóknarinnar, hafi sagt þá virðist sem mannkynið hafi misst stjórn á bráðnun íshellunnar á vesturhluta Suðurskautslandsins. „Ef við vildum varðveita hana á sögulegu stigi hennar, hefðum við þurft að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingunum fyrir mörgum áratugum síðan,“ sagði hún.
Svo mikið vatn er frosið á vesturhluta Suðurskautsins að ef það bráðnar mun yfirborð sjávar hækkaa um 5 metra.