fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Tvíburabróðir Larry segir hann vera illmenni – Talinn hafa myrt tugi kvenna og stúlkna en aldrei verið dæmdur eða ákærður fyrir morð

Pressan
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 22:00

Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 viðurkenndi Larry Hall að hafa myrt tugi kvenna og stúlkna í miðvesturríkjum Bandaríkjanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Hann dró játninguna hins vegar strax til baka. Larry var aldrei dæmdur eða ákærður fyrir morð. Hann var árið 1993 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að ræna 15 ára stúlku sem var á endanum myrt.

Larry heitir fullu nafni Larry Dewayne Hall. Hann á tvíburabróður sem heitir Gary. Bræðurnir fæddust 11. desember 1962 í borginni Wabash í Indiana.

Bræðurnir deildu fylgju í móðurkviði og af þeim orsökum tók Gary við megninu af næringarefnunum og súrefninu. Flytja þurfti Larry fljótlega eftir fæðingu á gjörgæsludeild fyrir nýbura.

Þessir byrjunarörðugleikar urðu þess valdandi að Larry glímdi við þroskaskerðingar. Önnur börn gerðu grín að þeim erfiðleikum sem hann átti með að tala og einnig því að hann pissaði undir lengi fram eftir æskuárunum.

Bróðir hans segir Larry hafa verið mjög vandræðalegan í uppvextinum og að hann hefði snemma byrjað að viðhafa skaðlega hegðun. Gary fullyrðir að hann hafi reynt að hafa góð áhrif á bróður sinn en án árangurs. Hann segir Larry vera illmenni og að hann hafi reynt að myrða sig oftar en einu sinni.

Larry komst fyrst í kast við lögin þegar hann var 15 ára. Þá voru hann og Gary gripnir við að brjóta glugga í verslun. Lögreglumaður sem yfirheyrði bræðurna sagði að það hefði tekið langan tíma að fá þá til að játa brot sín:

„Þeir voru bara krakkar en héldu betur út en forhertir glæpamenn.“

Eftir að hafa lokið námi á því skólastigi sem Bandaríkjamenn kalla „High school“ og er fyrir nemendur á aldrinum 14-18 ára fór Larry að ferðast um miðvesturríki Bandaríkjanna einkum til að taka þátt í sviðsetningum á orrustum bandarísku borgarastyrjaldarinnar. Í hverjum bæ og borg sem hann heimsótti hurfu stúlkur og ungar konur.

Það er ekki ljóst hvert fyrsta fórnarlamb hans var en í júní 1982 hvarf hin 19 ára gamla Naomi Kidder í Wyoming ríki. Þegar Larry Hall var handtekinn 12 árum síðar fyrir aðra glæpi fannst skjal með nafni Kidder í fórum hans.

Bíllinn vakti athygli á honum

Larry vakti hins vegar fyrst athygli lögreglu að einhverju ráði þegar 15 ára stúlka, Jessica Roach, frá bænum Georgetown í Illinois ríki hvarf í september 1993. Hún sást síðast á reiðhjóli nærri heimili sínu. Lík hennar fannst tveimur mánuðum síðar á maísakri í Indiana ríki.

Sendibíll hafði sést aka yfir akurinn um það leyti sem líkið fannst og bílnúmerið var rakið til Larry Hall.

Önnur táningsstúlka, Tricia Lynn Reitler, hvarf í Indiana sex mánuðum áður en Roach hvarf. Mál þeirra þóttu mjög lík en enn er ekki vitað með fullri vissu hvað varð um Reitler.

Reitler, sem var 19 ára þegar hún hvarf, var að skrifa ritgerð þegar hún ákvað að taka sér hlé. Hún gekk áleiðis í átt að verslun sem var um 800 metra frá stúdentagörðunum þar sem hún bjó. Hún kom hins vegar aldrei til baka.

Lögreglan telur að henni hafi verið rænt á leið sinni aftur heim og foreldrar hennar telja að hún hafi verið myrt þetta sama kvöld. Lík hennar hefur hins vegar aldrei fundist. Hall hafði að sögn verið að áreita og eltihrella konur fyrir utan verslunina þar sem Reitler var að versla.

Lögreglunni brá verulega

Þegar hægt var að tengja Larry við staðinn þar sem Jessica Roach fannst var hann kallaður til yfirheyrslu og lögreglumönnum var verulega brugðið yfir því sem Larry hafði að segja.

Larry var sýnd mynd af Jessica Roach. Hann kipptist strax við og setti aðra höndina yfir andlitið. Það var eins og Larry vildi ekki horfa á myndina og hann sagðist telja að hann hefði aldrei séð stúlkuna.

Það leið þó ekki á löngu þar til Larry játaði að hafa nauðgað og myrt Jessica Roach.

Hann viðurkenndi einnig að hafa skaðað aðrar stúlkur. Þar á meðal Tricia Reitler en Larry benti á mynd af henni og sagðist hafa orðið henni að bana. Hann sagði fórnarlömbin fleiri og að allar stúlkunnar litu eins út fyrir sér. Larry sagðist hafa hitt  fjölda stúlkna og kvenna en ekki geta munað hverjar þeirra hann skaðaði.

Dró allt til baka og þá var fangi sendur á hann

Daginn eftir dró Larry játningu sína til baka. Hann sagðist aðeins hafa verið að segja frá draumum sínum og lýsingar hans væru ekki raunverulegar.

Larry hélt áfram að játa og draga það jafnharðan til baka. Lögreglumenn áttu erfitt með að fá játningu frá honum sem myndi halda fyrir rétti.

Larry var árið 1995 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að ræna Jessica Roach. Mörgum spurningum var hins vegar ósvarað. Hversu margar ungar konur og stúlkur hafði Larry myrt og var það virkilega hann sem bar ábyrgð á hvarfi Tricia Reitler?

Kom þá til sögunnar maður að nafni Jimmy Keene. Hann hafði verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Yfirvöld gerðu samkomulag við Keene þegar hann hafði setið inni í nokkra mánuði. Ef hann myndi sigla undir fölsku flaggi og ná fram játningu frá Larry Hall myndi hann vera látin laus og sakaskrá hans hreinsuð.

Keene tók boðinu og var sendur í sama fangelsi og Larry. Hann vingaðist við Larry og fékk hann til að tala um hvernig hann myrti Jessica Roach og Keene sagði að Larry hefði einnig játað að hafa myrt Tricia Reitler.

Allt fór út um þúfur

Keene sá einn daginn að Larry var að skera út fálka og var með kort þar sem hann hafði merkt við nokkra staði. Keene segir að Larry hafi sagt fálka vaka yfir hinum dánu. Keene taldi merktu staðina á kortinu vera þá staði þar sem hann hefði framið morð.

Keene hringdi þegar í alríkislögregluna FBI og skildi eftir skilaboð um kortið. Hann bar morðin upp á Larry og samkiptin enduðu með því að Keene var settur í einangrun og var þar í nokkrar vikur. Þegar hann losnaði þaðan kom í ljós að Larry hafði hent kortinu og útskornum fálkunum en FBI hafði aldrei fengið skilaboðin.

Gary sannfærði bróður sinn um að játa á sig 15 morð en eins og áður dró hann játninguna til baka. Árið 2011 játaði hann að bera ábyrgð á hvarfi Laurie Depies árið 1992 og gat veitt upplýsingar um málið sem ekki höfðu verið gerðar opinberar. Árið 2016 náði lögregla að tengja Larry við morðið á Eulalia Mylia Chavez sem var myrt árið 1986. Hann hafði játað á sig morðið en dregið það til baka.

Aldrei hefur Larry Hall verið ákærður fyrir morð en talið er að hann hafi myrt allt að 40 ungar konur og stúlkur. Hins vegar veit enginn nema hann sjálfur hversu mörg morðin nákvæmlega voru.

Það var allthatsinteresting.com sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum