fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Pressan

Staðfesta að geimverurmúmíurnar séu ófalsaðar

Pressan
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 07:00

Þetta er sagt vera lík geimveru. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn fundaði mexíkósk þingnefnd í annað sinn um geimverur og óþekkta fljúgandi furðuhluti. Á fyrri fundi nefndarinnar um málið, sem fór fram 13. september, kom Jaime Maussan, blaðamaður, fyrir nefndina og sýndi tvær múmíur frá Perú sem hann sagði vera af geimverum. Þær eru litlar og undarlegar í útliti.

Á fundinum á þriðjudaginn komu vísindamenn fyrir nefndina til að ræða um múmíurnar. Sögðu þeir að þær séu ófalsaðar en þeir vildu ekki staðfesta að þær væru frá annari plánetu.

Þegar Maussan kom fyrir nefndina í september sagði hann að múmíurnar hefðu fundist við Nazca-línurnar í Perú og væru af lífverum frá annarri plánetu, sem sagt geimverum. Margir sögðu að þessi fundur þingnefndarinnar hafi ekki verið neitt annað en skipulögð uppákoma.

Á fundinum á þriðjudaginn lagði Maussan mesta áherslu á að sanna að múmíurnar séu ófalsaðar. Hann hafði kallað fjölda lækna til sem sögðu allir að þær séu af raunverulegum lífverum sem voru eitt sinn lifandi. „Enginn af vísindamönnum segir að niðurstöður rannsóknanna bendi til að þær séu frá annarri plánetu en ég geng mun lengra en það,“ sagði Maussan og vísaði þar til þess að þær geti verið sönnun þess að líf þrífist utan jarðarinnar.

Roger Zuniga, fornleifafræðingur við háskóla einn í Perú, sagði að vísindamenn hafi rannsakað múmíurnar í fjögur ár og að þær séu ófalsaðar. Hann sagði að ekkert tengt mönnum hafi komið nærri tilurð þessara vera, hvorki líkamlega né erfðafræðilega. Hann tók einnig fram að hann viti ekki hvaðan þær eru upprunnar.

Hann kynnti síðan bréf, undirritað af 11 vísindamönnum við háskólann þar sem hann starfar, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir séu honum sammála. Einnig kemur fram í bréfinu að þeir séu ekki þar með að gefa í skyn að um verur frá annarri plánetu sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skrikaði fótur fyrir framan föður sinn og féll um 60 metra til bana

Skrikaði fótur fyrir framan föður sinn og féll um 60 metra til bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi