fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Lúxuslíf leiðtoga Hamas: Einkaþotur, glæsihótel og sandur af seðlum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 18:00

Forsprakkar Hamas lifa í vellystingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og margir íbúar Gaza lifa við fátækt og stöðuga ógn af árásum Ísraelshers lifa hátt settir meðlimir Hamas-samtakanna sannkölluðu lúxuslífi fjarri látunum á Vesturbakkanum.

Hamas-samtökin starfa aðallega á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna og eru samtökin í meirihluta á þinginu.

Ljúft líf fjarri átakasvæðunum

New York Post segir frá því að eignir þriggja hæst settu meðlimir samtakanna séu metnar á ellefu milljarða Bandaríkjadala, rúma 1.500 milljarða króna. Þeir lifa allir í útlegð í smáríkinu Katar sem er eitt ríkasta land heims. Þar lifa þeir í góðu skjóli frá átökunum við botn Miðjarðarhafs.

New York Post segir frá því að þessu vilji Andy Ogles, þingmaður Repúblikana frá Tennessee, breyta. Vill hann að Bandaríkin láti af hernaðarlegum stuðningi við Katar nema yfirvöld þar sparki leiðtogum Hamas úr landi.

Ismail Haniyeh á hótelherbergi sínu í Katar.

Hamas-samtökin reka skrifstofu í Doha, höfuðborg Katar, og þar lifa leiðtogar samtakanna; Ismail Haniyeh, Moussa Abu Marzuk og Khaled Mashal góðu lífi. Myndir af þeim um borð í einkaþotum hafa meðal annars birst en á sama tíma býr meirihluti íbúa Gaza við afar bágbornar aðstæður.

Glæsihótel í Katar og Tyrklandi

Haniyeh, sem er 61 árs, er leiðtogi hins pólitíska arms Hamas-samtakanna en hann var forsætisráðherra Palestínu í kjölfar kosninganna 2006. Á undanförnum árum hefur hann dvalið bæði í Katar og Tyrklandi. Þessi þrettán barna faðir er sagður vera metinn á um fjóra milljarða Bandaríkjadala, rúma 560 milljarða króna.

Í frétt New York Post kemur fram að Haniyeh hafi verið myndaður ásamt tveimur sonum sínum þar sem þeir lifa góðu lífi á glæsihótelum í Katar og Tyrklandi. Annar þeirra, Maaz Haniyeh, er stundum kallaður fasteignakóngur Gaza-svæðisins vegna eignarhalds hans á fasteignum á svæðinu. Maaz þessi er sagður lifa hálfgerðum glaumgosalífsstíl í Tyrklandi og fékk hann tyrkneskt vegabréf fyrir á þessu ári. Ismail faðir hans er einnig sagður vera með tyrkneskt vegabréf.

Í síðustu viku ferðaðist Ismail til Írans þar sem hann fundaði með Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerki Írans. Íran hefur lengi stutt við bakið á Hamas-samtökunum.

Var handtekinn í Bandaríkjunum

Abu Marzak er annar hátt settur meðlimur samtakanna en hann er sagður vera yfirmaður alþjóðlegra samskipta þeirra. Eignir hans eru metnar á þrjá milljarða Bandaríkjadala, rúma 400 milljarða króna. Marzak, sem er 72 ára, stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og var hann handtekinn þar í landi árið 1995 eftir að nafn hans kom upp í gagnagrunni yfir grunaða hryðjuverkamenn.

Þriðji meðlimur samtakanna sem lifir í útlegð, Khaled Mashal, er metinn á um fimm milljarða Bandaríkjadala. Hann hefur eins og hinir dvalið bæði í Katar og í Tyrklandi og hafa myndir af honum í vellystingum verið birtar opinberlega.

Khaled Mashal elskar borðtennis.

Fá veglega fjárstyrki

Í umfjöllun New York Post kemur fram að það sé von yfirvalda í Katar að Hamas-samtökin verði ábyrg stjórnmálasamtök. Þannig hafi Katarar í raun réttlætt veru leiðtoganna í landinu. Segir New York Post að Hamas njóti fjárstuðnings frá katarska ríkinu og fái allt að 480 milljónir dala á ári hverju. Með þessum fjármunum, meðal annars, geti Hamas-samtökin haldið völdum í Palestínu.

Samtökin fá fjármuni annars staðar frá einnig, til dæmis frá Sameinuðu þjóðunum, og er bent á það í umfjölluninni að Hamas hafi fengið nærri 400 milljónir dala frá þeim á síðustu tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði