Hin blinda og goðsagnarkennda spákona Baba Vanga hefur verið kölluð „Nostradamus Balkanlandanna“. Baba Vanga missti sjónina á barnsaldri en fór að sjá skýrar sýnir sem hafa smátt og smátt vakið heimsathygli. Meðal annars er hún sögð hafa séð fyrir sér Tsjernobyl-slysið, dauða Díönu prinsessu, hryðjuverkin 11. september, fall Sovétríkjanna og það hræðilegasta af þessu öllu, Brexit.
Baba Vanga lést árið 1996, áttatíu og fjögurra ára að aldri, en spádómar hennar halda áfram að vekja undrun fólks og hún sá ýmislegt fyrir sér varðandi næsta ár, 2024. Breska blaðið Mirror fjallaði í dag um sjö spádóma Baba Vanga fyrir næsta ár.
Baba Vanga sá fyrir sér að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, yrði fórnarlamb banatilræðis á næsta ári.
Baba Wang sá fyrir sér að aukning yrði á árásum hryðjuverkamanna í Evrópu á á næsta ári en sömuleiðs að stórt ríki myndi gera tilraunir með efnavopn, eða jafnvel gera efnavopnaárása á næsta ári.
Baba Vanga sá fyrir sér að efnahagslíf heimsins yrði strembið á næsta ári. Skuldir myndu aukast og mikil spenna milli ríkja heimsins hefði slæm áhrif. Þá héldu stjórnartaumarnir í efnahagsmálum áfram að færast frá Vesturlöndum til austurs og það myndi valda skjálftum.
Baba Vanga sá fyrir sér nokkra skelfilega veðurfarsatburði og hamfarir á næsta ári. Þar gæti loftsteinn komið við sögu.
Spákonan sá fyrir sér að aukning yrði á árásum á mikilvæga innviði eins og orkuver og vatnsverksmiðjur. Sú ógn myndi varða við þjóðaröryggi í nokkrum löndum.
Baba Vanga sá ekki bara fyrir sér hörmungar því hún á að hafa séð fyrir sér miklar tækniframfarir á næsta ári, framfarir sem túlkaður eru sem mögulega á sviði skammtatölva. Nái það fram að ganga gæt orðið bylting framundan varðandi framþróun gervigreindar.
Hin alsjáandi spákona sá fyrir sér miklar framfarir á sviði læknisfræði á næsta ári og sögulegar uppgötvanir gætu litið dagsins ljós í baráttunni við ýmsa sjúkdóma. Þannig gæti árið 2024 orðið byltingarkennt í baráttunni við Alzheimer sem og í glímunni við einhverjar tegundir krabbameina.