fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Spákona gekk ansi langt við að láta spádóm sinn rætast

Pressan
Miðvikudaginn 4. október 2023 22:00

Maceió í Brasilíu: Wikimedia-Galeria do Bem. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun ágúst síðastliðins lést 27 ára gömul kona í Brasilíu eftir að hún borðaði súkkulaði sem hún fékk gefins frá spákonu sem sagði henni að hún myndi bráðlega láta lífið.

Unga konan hét Fernanda Silva Valoz da Cruz Pinto og var á gangi í miðborg borgarinnar Maceió.

Eldri kona gaf sig þá á tal við hana og spurði Pinto hvort hún mætti spá fyrir henni. Pinto var alveg til í það. Spákonan las í lófa hennar, sagði við hana að hún ætti aðeins örfáa daga ólifaða og gaf henni síðan súkkulaðistykki sem að sögn var innpakkað. Pinto lét sér fátt finnast um spádóminn en þáði súkkulaðið, át það og kvaddi síðan spákonuna.

Frænka Pinto hefur tjáð fjölmiðlum að hana hafi ekki grunað að það gæti verið hættulegt að borða súkkulaðið fyrst það var innpakkað.

Nokkrum klukkutímum eftir að hún borðaði súkkulaðið fór Pinto að finna til mikils lasleika. Hún fann fyrir afar sárum magaverkjum, sjón hennar skertist og hún fór að kasta upp.

Það sem flækti málin var hins vegar að Pinto hafði áður þjáðst af magasári og magabólgum. Hún og fjölskylda hennar töldu þessa verki stafa af þessu tvennu og gripu því ekki til neinna ráðstafana fyrr en það var orðið of seint.

Pinto sendi ónefndum fjölskyldumeðlimi textaskilaboð þar sem hún sagði að henni hefði liðið svo illa síðan að hún hefði borðað súkkulaðið en það hlyti að vera öruggt fyrst það var svona vel innpakkað og hún fékk það hjá gamalli konu. Hún bætti því við skilaboðin að hún væri með afar hraðan hjartslátt, hefði kastað upp og væri með mjög beiskt bragð í munninum, væri farin að sjá allt í móðu og væri afskaplega slöpp.

Loks var farið með Pinto á sjúkrahús þegar ástand hennar var orðið enn verra en á þeim tímapunkti blæddi úr nefi hennar og hún froðufelldi. Daginn eftir að hún borðaði súkkulaðið sem spákonan gaf henni var Fernanda Silva Valoz da Cruz Pinto látin.

Spákonunnar enn leitað

Krufningarskýrsla vegna andláts Pinto er nýkomin út og samkvæmt henni fannst mikið magn eiturefna í líkama hennar. Efnin má finna í skordýraeitri sem fæst víða í Brasilíu.

Þessi tilteknu efni eru sögð mjög algeng þegar kemur að málum, í landinu, þar sem eitrað hefur verið fyrir fólki.

Enn sem komið er hefur ekki tekist að staðfesta að eiturefnin sem fundust í líkama Pinto hafi komið úr súkkulaðinu.

Spákonan er þó grunuð um morð. Lögreglan leitar hennar en hefur ekki tekist að bera kennsl á hana og engin hefur verið handtekin grunuð um að vera spákonan.

Fjölskylda Pinto er furðu lostin yfir því hvernig dauða hennar bar að og getur ekki ímyndað sér hver gæti hafa viljað hana feiga. Þau segja hana ekki hafa verið í neinni óreglu og eru ekki viss hvort spákonan myrti hana að eigin frumkvæði eða hvort hún gerði það að beiðni einhvers annars.

Pinto lætur eftir sig 9 ára gamla dóttur með sérþarfir.

Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem að kona í Brasilíu deyr eftir að hafa borðað eitrað súkkulaði. Hin 54 ára gamla Lindaci Viegas Batista de Carvalho lést í maí síðastliðnum eftir að hafa fengið pakka af súkkulaði, sem hún borðaði, sendan heim til sín. Nú sem stendur er kona sem er fyrrverandi kærasta fyrrum unnusta Carvalho grunuð um verknaðinn.

Allthatsinteresting.com greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum