fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Skelfing á McDonalds: Henti fullum kassa af lifandi músum inn á staðinn – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 31. október 2023 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfing greip um sig á veitingastað McDonalds í Birmingham á Englandi í gær þegar maður, með fánaliti Palestínu á höfðinu, gekk inn á staðinn með stóran kassa sem var fullur af lifandi músum.

Maðurinn gekk inn í anddyri staðarins og skutlaði nagdýrunum á gólfið áður en hann hafði sig á brott og sagði nokkur vel valin orð til stuðnings Palestínu og gegn innrás Ísraelshers á Gaza-svæðið.

Maðurinn kallaði svo eftir sniðgöngu á McDonalds-veitingastöðunum, Starbucks-kaffihúsakeðjunni og stórfyrirtækinu Disney vegna meints stuðnings þessara fyrirtækja við málstað Ísraels.

Í umfjöllun Daily Mail er vitnað í yfirlýsingu frá McDonalds þess efnis að mýsnar hafi verið fjarlægðar og staðurinn hreinsaður hátt og lágt í kjölfar atviksins.

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi verið handtekinn eftir atvikið í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið