fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Starfsmaður bresku leyniþjónustunnar reyndi að myrða bandarískan njósnara

Pressan
Mánudaginn 30. október 2023 15:30

Höfuðstöðvar GCHQ í Cheltenham í Englandi en árásin átti sér stað í nágrenninu. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Bowles er fyrrverandi starfsmaður GCHQ sem er ein af leyniþjónustustofnunum Bretlands. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að reyna að myrða bandarískan njósnara. Hvati árásarinnar, sem var framin í mars síðastliðnum, er sagður hafa verið stjórnmálalegs eðlis og snúið einkum að reiði hans gagnvart vinnuveitanda sínum og konum.

GCHQ sér einkum um að njósna um hvers kyns fjarskipti sem kunna að fela í sér ógn við öryggi Bretlands.

Bowles mun þurfa sitja inni í lágmarki 13 ár. Hann réðst á njósnarann, sem er kona, ekki langt frá höfuðstöðvum GCHQ í Cheltenham í Suðvestur-Englandi. Hann var með tvo hnífa á sér og stakk og kýldi konuna en hún lifði árásina af.

Dómarinn í málinu, sem er einnig kona, sagði Bowles hafa framið árásina af pólitískum hvötum, einkum reiði í garð GCHQ og kvenna.

Bowles starfaði við forritun og hugbúnaðarþróun hjá GCHQ þegar hann réðst á bandarísku konuna. Hann sagði eftir árásina að hann hefði ekki höndlað á hversu gráu svæði siðferðislega hann hefði neyðst til að starfa sem starfsmaður GCHQ og heldur ekki hversu mikil völd Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefði en konan sem varð fyrir árásinni starfar hjá þeirri stofnun. NSA gegnir sambærilegu hlutverki og GCHQ í Bretlandi og vitað er að stofnanirnar tvær hafa talsvert samstarf sín á milli.

Hún hafði aldrei séð hann áður en hann vissi hver hún var

Bowles játaði að hafa ráðist á konuna, sem er ekki nafngreind í dómsskjölum vegna stöðu sinnar, og mann sem reyndi að koma henni til hjálpar.

Saksóknari sagði um árás að yfirlögðu ráði að ræða á konu sem hafi verið stödd í Bretlandi vegna starfa sinna fyrir bandaríska ríkið. Bowles hefði stungið hana þrisvar sinnum og eingöngu ráðist á hana vegna þess að hún væri starfsmaður NSA.

Bowles er sagður hafa komið aftan að konunni sem var í fylgd vinkonu sinnar sem einnig er bandarísk, en ekki fylgir sögunni hvort hún er njósnari líka. Hann sagði við konuna „afsakaðu“ og um leið og hún sneri sér við kýldi hann hana í andlitið. Konan veitti mótspyrnu ásamt vinkonu sinni en annar karlmaður kom þarna að og spurði hvað væri að gerast en Bowles veitti honum þá hnefahögg í andlitið.

Maðurinn truflaði Bowles hins vegar nógu mikið til að konan og vinkona hennar gætu komist undan og kallað eftir hjálp.

Konan hlaut 3 stungusár eftir árásina. Á kvið, læri og bringu. Hún þurfti að vera í viku á spítala og segist ekki minnast þess að hafa nokkurn tímann hitt eða talað við Bowles áður en hann réðst á hana.

Hún segir líf sitt breytt eftir árásina. Andleg og líkamleg heilsa sín sé mun verri en áður. Konan segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún hefði verið skotmark Bowles. Hann mun hins vegar hafa tjáð lögreglunni að konan hefði verið skotmark hans af því hún væri bandarískur njósnari.

Bowles sagði að vegna þess hversu umfangsmikil njósnastarfsemi Bandaríkjanna væri hefði verið rökrétt að það hefði verið skotmark hans. Hann sagðist einnig telja stofnunina sem hann vann hjá, GCHQ, jafn seka.

Lögmaður Bowles sagði hins vegar við réttarhöldin að umbjóðandi sinn sæi mjög eftir gjörðum sínum og hann hafnaði því alfarið að hann tengdist hryðjuverkastarfsemi á einhvern hátt.

Skynews greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga