fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Síðasta sumar var það heitasta frá upphafi mælinga

Pressan
Sunnudaginn 29. október 2023 18:00

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarmánuðirnir þrír voru þeir heitust sem nokkru sinni hafa mælst frá upphafi mælinga. Eru þetta merki um áhrif loftslagsbreytinganna.

Þetta segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO. Yfirborðshitinn setti ný met mánuð eftir mánuð og á sama tíma var ísmagnið á Suðurskautinu í sögulegu lágmarki miðað við árstíma.

Miskunnarlausar hitabylgjur einkenndu sumarið víða um heim. Í júlí féll fjöldi hitameta um allan heim, til dæmis í Bandaríkjunum, Mexíkó, Kína og Spáni.

Yfirborðshiti sjávar hefur verið óvenjulega hár síðustu sex mánuði og var í methæðum í apríl, maí, júní og júlí.

Carlo Buontempo, hjá Copernicus loftslagsstofnun ESB, sagði í yfirlýsingu að það sem við erum að upplifa núna séu ekki bara öfgar, heldur stöðugar veðurfarsaðstæður sem geri að verkum að met falli hvert á fætur öðru. Þetta sé skýr afleiðing af hlýnandi loftslagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags