fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Þingmaður handtekinn fyrir nauðgun

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 26. október 2023 18:30

Þinghúsið í London. Mynd: Wikimedia-Ank Kumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður á breska þinginu var handtekinn í gær vegna gruns um nauðgun og vörslu fíkniefna. Þingmaðurinn tilheyrir Íhaldsflokknum og er í fréttum breskra fjölmiðla sagður áberandi (e. prominent) sem slíkur.

Breskir fjölmiðlar geta ekki nafngreint þingmanninn af lagalegum ástæðum. Lögreglan staðfestir að þingmaðurinn hafi verið látinn laus gegn tryggingu en að rannsókn málsins verði framhaldið.

Þetta er ekki fyrsta mál af þessu tagi sem kemur upp á meðal þingmanna undanfarin misseri. Annar sitjandi þingmaður Íhaldsflokksins var handtekinn í maí á síðasta ári vegna gruns um árás af kynferðislegum toga og nauðgun. Hann hefur ekki verið ákærður.

Tveir fyrrum þingmenn flokksins hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot. Charlie Elphicke var dæmdur í tveggja ára fangelsi 2020 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Imran Ahmad Khan var á síðasta ári dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á 15 ára dreng.

Áður var venjan sú að forseti neðri deildar breska þingsins gerði það opinbert ef að þingmenn voru handteknir. Þessu var hætt árið 2016 þegar þingmenn samþykktu í atkvæðagreiðslu að ekki yrði skýrt frá því af hálfu þingsins ef einhver þeirra yrði handtekinn.

Fleiri hneykslismál af kynferðislegum toga hafa komið upp meðal þingmanna Íhaldsflokksins undanfarið. Peter Bone var fyrr í vikunni settur í sex vikna bann frá þinginu eftir að hann beraði sig fyrir aðstoðarmanni sínu sem sagði að langvarandi einelti af hálfu þingmannsins hefði haft afar skaðleg áhrif á andlega heilsu sína. Varaformaður þingflokksins Chris Pincher neyddist síðan til að segja af sér. Pincher var settur í tímabundið bann frá þinginu fyrir að káfa á tveimur karlmönnum. Hann áfrýjaði hins vegar refsingunni en áfrýjunin bar ekki árangur fyrir þingmanninn og því var ekki um annað að ræða en afsögn.

Það var Mirror sem greindi frá.

Uppfært kl 18:45

Sky News greinir frá því að þingmaðurinn Crispin Blunt hafi viðurkennt í færslu á samfélagsmiðlum að hann sé þingmaðurinn sem handtekinn var í gær. Hann segist sýna lögreglunni fulla samvinnu, handtakan hafi verið óþörf og hann eigi fastlega von á því að verða ekki ákærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni