fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Pútín sagður við dauðans dyr eftir hjartaáfall á sunnudag – Talsmaður Kremlin skellti upp úr vegna tvífaraorðróms

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 14:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarráðið í Rússlandi, Kremlin, hefur lítið fyrir sögusagnir um bága heilsu forsetans, Vladimir Pútíns og vísa öllum slíkum fullyrðingum til föðurhúsanna. Frá þessu greina Reuter og vísa til orðróms um að Pútíns sé svo veikur fyrir að hann hafi notast við tvífara undanfarið og sent í hans stað á opinberar samkomur.

„Það er í fínu lagi með forsetann, þetta er bara enn ein falsfréttin,“ sagði talsmaður Kremlin, Dmitry Peskov, aðspurður um frétt sem birtist á rússneskri rás á spjallforritinu Telegram þar sem haft var eftir ónefndum heimildum að forsetinn hefði verið þungt haldinn á sunnudagskvöldið. Peskov skellti upp úr þegar hann var spurður um meinta notkun forsetans á tvíförum, en hann sagði forsetann eiga engan sinn líkan.

„Þetta heyrir nú bara undir galna upplýsingaóreiðu að heilu miðlarnir séu að ræða þetta af einhverri alvöru. Það kallar ekki á önnur viðbrögð en glott.“

Pútín fagnaði 71 árs afmæli sínu fyrr í þessum mánuði en hefur ekki látið aldurinn hamla sér frá stöðugu fundahaldi og opinberum skuldbindingum. Hann tjáði sig fyrst árið 2020 um þrálátan tvífaraorðróminn. Vissulega hafi öryggislið hans lagt til að hann hefði slíka tvífara við hönd ef á þurfi að halda, en forsetinn hafi afþakkað það pent.

Greint var frá því á áðurnefndri Telegram rás að forsetinn hafi fengið hjartaáfall á sunnudaginn á heimili sínu. Þetta hafi borið brátt að og forsetinn hafi hnigið niður í gólfið. Læknar hafi þurft að framkvæma endurlífgun á forsetanum áður en hann var fluttur á gjörgæsludeild sem hafi sérstaklega verið útbúin fyrir forsetann á heimili hans. Hann hafi fljótt komist til meðvitundar eftir að læknum tókst að hnoða hjarta hans aftur í gang.

Eins og greint er frá að ofan hafnar Kremlin þessari frásögn alfarið. Frá því að innrás Rússlands hófst í Úkraínu hafa ýmsar vangaveltur gengið um heilsu forsetans og hann sagður glíma við allt frá Parkinsons-veiki yfir í alvarlegt krabbamein. Kremlin hefur jafnóðum vísað öllum þessum meiningum á bug og kennt andstæðingum forsetans um sögusagnirnar. Þetta sé viljaverk til að forsetinn virki veikur í augum heimsins, en það gæti ekki verið fjarri raunveruleikanum.

Frásögnin á Telegram fór út í mikil smáatriði sem gerði hana trúverðuga í augum margra. Þar sagði að lífverðir forsetans hafi farið inn í herbergi eftir að læti bárust þaðan. Líklega hafi hávaðinn komið er forsetinn féll og rakst við það í borð. Pútín hafi verið í eins konar flogi á gólfinu og ranghvolft augunum. Læknar hafi verið á vaktinni í næsta herbergi og voru fljótir að koma til hjálpar. Nú sér forsetinn undir ströngu eftirliti, en hann glími þar að auki við krabbamein ásamt ýmsu öðru. Pútín sé alvarlega veikur og eigi líklega ekki mikið eftir. Undanfarið hafi tvífarar hans tekið yfir allar skuldbindingar forsetans hvað varðar viðveru á fundum og viðburðum. Viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð svo hægt sé að bregðast við því ef forsetinn geispi golunni á næstu dögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Í gær

15 létust þegar bensínstöð sprakk

15 létust þegar bensínstöð sprakk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“