fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Pressan

Loksins búið að ná fram réttlæti í málinu sem heimurinn stóð á öndinni yfir – „Því miður þá elskar fólk góða ráðgátu“

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægt sakamál, sem valdið hefur heilabrotum í tæp 20 ár og verið viðfangsefni fjölda hlaðvarpa, heimildaþátta, umræðuþráða og útvarpsþátta, er loksins leyst. Á dögunum játaði Joran van der Sloot á sig fjárkúgun og bankasvind í tengslum við hvarf ungrar stúlku frá Alabama árið 2005. Þar með játaði Van der Sloot í raun að bera ábyrgð á andláti Natalee Holloway og hefur fjölskylda stúlkunnar loksins fundið ró.

Það sem meira er þá er nú loksins hægt að loka málinu sem hefur fangaði athygli almennings í nærri tvo áratugi.

Rolling Stones tímaritið ræddi við Amy Shlosberg sem er doktor í afbrotafræði, en hún telur að mál Natalee hafi brotið blað í sögu sannra sakamála (e. True Crime)

„Eina stundina ertu með þessa ungu stúlku sem er að lifa sínu besta lífi, fagna útskrift með bjarta framtíð fram undan. Á svipstundu er hún svo horfin og þessi blómlega framtíð úr sögunni. Ég held að fólk komist ekki hjá því en að laðast að sögum sem þessari.“

Natalee Holloway settist upp í bíl og sást aldrei aftur

Natalee Holloway ferðaðist til Arúba með öðrum útskriftarnemum úr gagnfræðaskóla sínum í Alabama, Bandaríkjunum. Ungmennin voru að fagna útskrift og hlaupa af sér hornin áður en alvara háskólalífsins tæki við komandi haust. Líkt og tíðkast í útskriftarferðum var töluvert drukkið af áfengi, sérstaklega þar sem áfengiskaupaaldurinn í Bandaríkjunum er 21 árs, en aðeins 18 ár í Arúba.

Seinast sást til Natalee þann 29. maí árið 2005. Þá var hún stödd á bar í höfuðborg Arúba. Hún yfirgef barinn um hálf tvö leytið um nóttina í silfurlitaðri bifreið með Van der Sloot og bræðrunum Deepak og Satish Kalpoe. Þeim hafði hún kynnst á barnum.

Degi síðar var útskriftarárgangurinn að fljúga aftur heim til Alabama. Þegar Natalee skilaði sér ekki í rútuna var herbergi hennar opnað. Þar fannst ferðataska hennar sem búið var að pakka niður og auk þess vegabréf hennar. En Natalee var hvergi að finna.

Hvarf Natalee spurðist fljótt út og varð tilefni töluverðs fjölmiðlafárs. Foreldrar hennar flugu til Arúba samstundis og vörðu næstu vikunum í að ræða við lögreglu og fjölmiðla til að vekja athygli á hverfinu. Lögregla hafði upp á Kalpoe bræðrum sem og Van der Sloot, en ekki fundust sönnunargögn sem nægðu til að ákæra mennina.

Líkamsleifar Natalee fundust aldrei, en foreldrar hennar gáfust ekki upp. Jafnvel eftir að yfirvöld í Arúba lokuðu málinu héldu foreldrar Natalee áfram að tala máli hennar í von um að hreyfa við einhverju og það var þessi viðleitni sem varð til þess að nýtt form af afþreyingarefni fæddist.

 

Málið sem aldrei gleymdist

Amy Shlosberg segir erfitt að ímynda sér núverandi landslag sannra sakamála ef ekki hefði verið fyrir viðvarandi áhuga almennings á máli Natalee. Heilu klukkustundirnar voru helgaðar málinu á sjónvarpsstöðvum, sex bækur voru gefnar út, málið var tekið fyrir í vinsælu sakamálaþáttunum Law & Order, leikrit var skrifað og flutt og móðir Natalee stóð fyrir heimildarþáttum. Við þetta bætast endalausar klukkustundir af þeim fjölda hlaðvarpa sem hafa tekið málið fyrir.

„Þegar Natalee hvarf varð málið að alþjóðlegri æsifrétt. Fjölskylda hennar gott tengslanet og var vel efnuð. Þau nýttu sér athygli fjölmiðla og viðbrögð alþjóðavettvangs við málinu. Til að vera fullkomlega hreinskilin þá varð sú staðreynd að hér var um unga, aðlaðandi, hvíta konu að ræða, til þess að fólk virkilega greip málið traustataki. Hún varð eiginlega holdgerving sakleysis og hreinleika. Fólk upplifði að fyrst þetta gæti komið fyrir hana gæti það hent hvern sem er.“

Það greip heiminn líka að hér var um ráðgátu að ræða. Van der Sloot og Kalpoe bræður voru seinasta fólkið sem sást með Natalee og foreldrar hennar töldu öruggt að Van der Sloot vissi meira en hann lét uppi. Van der Sloot hafði breytt frásögn sinni ítrekað í samtali við lögreglu og aðra einstaklinga, allt þar til á miðvikudaginn í þessari viku þegar hann viðurkenndi að hann myrti stúlkuna eftir að hún hafnaði honum.

Fólk elskar góða ráðgátu

Shlosberg segir að þessi samsetning; þrautseigja foreldra Natalee og ráðgátan, hafi haldið almenningi á tánum.

„Mál Natalee kom upp á sama tíma og sönn sakamál voru að verða til sem afþreying, og málið hefur í gegnum árin haldið sér í sviðsljósinu á þessu sviði. Lengi vonaði fólk að hún myndi finnast á lífi og því miður þá elskar fólk góða ráðgátu. Svo hið óþekkta fól í sér möguleikann að Natalee væri á lífi.“

Önnur mál sem virkilega hafi verið áhrifavaldar á þessu sviði sé hvarf bresku stúlkunnar Madeline McCann og barnafegurðardrottningarinnar JonBenét Ramsey. Þar var um ung börn að ræða og vöktu mál þeirra skelfingu. Annað var á teningnum hvað Natalee varðaði því hún var ung kona og var persóna hennar harðlega dæmd af ákvörðunum sem hún hafði tekið fyrir hvarfið. Svo sem að hafa drukkið áfengi og að hafa sest inn í bíl með ókunnugum karlmönnum.

Ekki málalokin sem fólki dreymdi um

Shlosberg segir fólk og þá einkum konur, hafa áhuga á málum sem þessu út af sjúklegri forvitni ásamt þeim ranghugmyndum að með því að kynna sér svona tilfelli sé hægt að forðast sömu örlög. Sönn sakamál geti þó haft jákvæð áhrif þar sem slík umfjöllun hefur sannanlega orðið til úrbóta innan réttarvörslukerfa, en það séu undantekningartilfelli. Sönn sakamál hafi fengið á sig æsifréttablæ og sé það ákveðin þversögn að hér sé kominn fram flokkur afþreyingar sem eigi allt sitt undir því að konur séu í hættu fyrir það eitt að menn laðist að þeim.

„Sumar rannsóknir sýna að konur hafi þetta mikinn áhuga á sönnum sakamálum því þannig heyra þær sögur sem þær geta lært af og upplifa sig öruggari. Svo þegar þú heyrir sögur af því hvernig brotið er á öðrum konum, þá heldurðu að þú getir þannig verndað sjálfa þig betur. Ég hugsa að við getum heldur ekki horft framhjá því að mannskepnan er í eðli sínu forvitin og hefur þörf til að skilja umhverfi sitt.“

Játning Van der Sloot tengdist því ekki vitund að hann vildi gera hreint fyrir sínum dyrum til að öðlast sálaró. Játningin var liður í samkomulagi sem hann náði við saksóknara í Bandaríkjunum og fólst í því að hann játaði á sig bankasvindl og fjárkúgun á árinu 2010, en þá reyndi hann að kúga rúmlega 30 milljónir frá móður Natalee.

Enn er óljóst hvað játningin þýðir fyrir mál Natalee. Fyrningartími fyrir morð samkvæmt hegningarlögum í Arúba er liðinn, en þó mun saksóknaraembættið þar ekki hafa útilokað ákæru.

Þetta eru kannski ekki dramatísku málalyktirnar sem aðdáendur sannra glæpamála dreymdi um, en foreldrar Natalee eru á öðru máli. Játningin þýði að réttlætið hafi náð fram að ganga. Og Shlosberg vonar að sönn sakamál haldi áfram að þróast, en þó mætti þar taka siðferðislegra tillit til allra brotaþola.

„Við sjáum það trekk í trekk að mál fá ólíka meðferð hér eftir því hversu vel efnað fólk er, og af hvaða kynþætti það er. Eitt stærsta vandamál fjölmiðla og sannra sakamála er að mál sem varða lágtekjufólk eða litað fólk, fær ekki sama plássið. Sumir taka þetta mjög nærri sér og hugsa að Van der Sloot hafi sloppið með skrekkinn. En við verðum að skilja að fyrir móður Natalee standa mál þannig að hún fær dóttur sína aldrei til baka. Fyrir henni er nóg að skilja nokkurn veginn hvað varð um hana.“

Umfjöllun Rolling Stone

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera