fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Sagður loks ætla að gefa upplýsingar um dauða Natalee Holloway

Pressan
Miðvikudaginn 18. október 2023 11:00

Natalee Holloway.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við því að Joran van der Sloot, hollenskur ríkisborgari sem lengi hefur verið grunaður um að hafa ráðið Natalee Holloway bana á sínum tíma, muni loks leysa frá skjóðunni um afdrif hennar.

Ítarleg umfjöllun DV um málið birtist árið 2022.

Hvarf Natalee Holloway er eitt það umtalaðasta í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Natalee, sem var átján ára, var í útskriftarferð vorið 2005 með samnemendum sínum á eyjunni Arúba í Karíbahafi þegar hún hvarf. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu á sínum tíma fannst stúlkan ekki, en strax vaknaði þó grunur um að henni hafi verið ráðinn bani.

Joran van der Sloot hefur lengi legið undir grun í málinu en neitað sök. Hann hitti Natalee kvöldið sem hún hvarf á bar í miðbæ Oranjestad á Arúba og dönsuðu þau saman. Hún yfirgaf barinn með Joran og tveimur bræðrum, Deepak Kalpoe og Saths Kalpoe. Allir voru handteknir skömmu eftir hvarf Natalee en sleppt nokkrum dögum síðar vegna skorts á sönnunum.

Árið 2012 var Joran dæmdur í fangelsi í Perú fyrir morð á ungri konu og í sumar var hann svo framseldur til Bandaríkjanna fyrir að reyna að kúga fé út úr aðstandendum Natalee. Krafðist hann þess að fá allt að 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að upplýsa fjölskylduna um málið.

Lögmaður Bethany Holloway, móður Natalee, segir að van der Sloot hafi ákveðið að semja við saksóknara í málinu. Hann muni varpa ljósi á það hvernig Natalee dó á sínum tíma og hvað varð um lík hennar. Í staðinn fái hann vægari refsingu. Hann mætir fyrir dóm í Birmingham í Alabama síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?