fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

„Ég kom upp um blekkingu eiginkonu minnar – Nú er fjölskyldan í rúst“

Pressan
Mánudaginn 9. október 2023 04:06

Eitthvað er farið að draga úr sælunni. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn tjáði sig nýlega um hvernig fjölskylda hans varð að rústum einum í kjölfar þess að hann kom upp um blekkingu eiginkonu sinnar.

Maðurinn skýrði frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Þar sagðist hann hafa farið að leita svara eftir að hann reifst við eiginkonu sína sem lét þau orð falla í rifrildinu að hann væri ekki líffræðilegur faðir dóttur þeirra.

Í kjölfarið ákvað maðurinn að fara í DNA-próf. Hann sagðist ekki hafa gert það aðeins fyrir sjálfan sig, heldur einnig fyrir dóttur sína. „Ef ég var ekki líffræðilegur faðir hennar, þá voru einfaldlega of miklar líkur á að hún myndi komast að því fyrir slysni í gegnum erfðafræðipróf eða hvaða tækni sem verður til eftir 15 ár. Ég vildi að hún myndi komast að þessu á þennan hátt. Ég myndi ekki vilja komast að þessu á þennan hátt,“ skrifaði hann.

Hann fór því og keypti heimapróf sem hann sagði eiginkonu sinni að væri COVID-próf en hún varð að nota slíkt reglulega vegna vinnu sinnar. 40 klukkustundum síðar lá svarið fyrir – stúlkan var dóttir hans. „Hún myndi alltaf vera dóttir mín,en líffræðilega er hún dóttir mín. Ég man ekki eftir að hafa fundi fyrir svona miklum létti, nokkru sinni á ævinni, við að fá niðurstöðu prófs,“ skrifaði hann.

En þar með var deilum hjónanna ekki lokið því maðurinn var enn særður vegna orða eiginkonunnar og hafði áhyggjur af hvort hún hefði verið að segja satt um að hún hefði haldið framhjá honum. „Þeim mun meira sem ég hugsaði um þetta, þeim mun meira fór ég að trúa að hún hefði gengið lengra en bara að reyna að særa mig. Hún ætlaði greinilega að reyna að særa mig djúpt en ég byrjaði að vera mjög viss um að hún hefði sofið hjá einhverjum öðrum á þeim tíma þegar dóttir okkar var getin og annað hvort vissi hún ekki hver væri faðir hennar eða hefði alla tíð talið að ég væri ekki líffræðilegur faðir hennar.“

Hann ákvað því að ljúga að eiginkonu sinni og sagði henni að hann hefði farið í DNA-rannsókn og að niðurstaðan væri að hann væri ekki faðir dóttur þeirra. Hann sagði að hún hefði sýnt augljós merki um „örvæntingu“ og að síðan hefði hún játað að hafa sofið hjá fyrrum vini hans.

Hann sagðist síðan hafa sagt henni sannleikann í kjölfar játningar hennar og hafi hún reiðst mjög yfir að hann hafi logið að henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi