fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Athyglisverð uppgötvun – Er þetta sexhyrndur pýramídi?

Pressan
Laugardaginn 7. október 2023 07:30

Svona lítur þetta út. Mynd:Ulan Umitkaliyev

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar í Kasakstan hafa fundið 3.800 ára gamlar rústir sem þeir segja vera af pýramída. Hann er öðruvísi en hinir hefðbundnu egypsku pýramídar því ytri veggir hans eru sérstakir að því leyti að þeir eru sexhyrndir og skreyttir steinristum sem sýna meðal annars kameldýr og hesta.

Live Science skýrir frá þessu og hefur eftir Ulan Umitkaliyev, hjá Eurasian National háskólanum, að byggingin hafi verið um þrír metrar á hæð og hafi líklega verið einhverskonar grafhýsi.  Hann sagði að svipuð mannvirki hafi áður fundist í Kasakstan, aðallega í miðhluta landsins.

Innri veggir pýramídans eru byggðir eins og völundarhús sem liggur inn að gröf í hjarta pýramídans. Ekki liggur fyrir hvort líkamsleifar eru í gröfinni eða í pýramídanum.

Enn er unnið að uppgreftri á svæðinu. Meðal þess sem hefur fundist fram að þessu eru leifar af keramiki, gulleyrnalokkur og aðrir skartgripir auk hestabeina sem fundust við hlið pýramídans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna