fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Pressan

Nú er Netflix hætt þessu

Pressan
Föstudaginn 6. október 2023 18:00

Eftir 25 ár er Netflix hætt þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix var stofnað  fyrir 25 árum á grunni hugmyndar um að viðskiptavinir gætu leigt sér DVD-mynd og fengið hana senda með pósti. Þannig gat fólk sloppið við að þramma út á næstu vídeóleigu en á þessum tíma voru þær enn til.

En á þessum aldarfjórðungi hefur margt breyst og þar á meðal Netflix sem er orðin streymisveita og frá og með síðasta föstudegi er hægt að segja með sanni að Netflix sé eingöngu streymisveita því þann dag fékk síðasti bandaríski viðskiptavinurinn DVD með póstinum. Eftir það var útleigu DVD hætt.

Í upphafi var viðskiptamódel Netflix að viðskiptavinir fóru inn á netflix.com og pöntuðu þær myndir sem þeir vildu gjarnan sjá. Netflix sendi þeim síðan myndirnar á DVD ásamt umslagi til að senda þær aftur til baka.

Þetta var auðvitað auðvelt og þægilegt en nú hefur þetta viðskiptamódel beðið lægri hlut fyrir streymisveituhluta Netflix og auðvitað hinum keppinautunum á markaðnum, til dæmis Disney+, HBO Max og Apple TV+.

Netflix birti myndband á föstudaginn þar sem þessara tímamóta er minnst.

Í heildina voru 5,2 milljarðar DVD-diska sendir með pósti á þessum 25 árum. Fyrsta myndin sem var send út var „Beetlejuice“ en það gerðist 10. mars 1998.

Flestar útleigur á einum degi áttu sér stað 2011 þegar 4,9 milljónir mynda voru sendar til viðskiptavina. Þetta sama ár náði fjöldi viðskiptavina hámarki en þeir voru þá 20 milljónir. Þá voru fjögur ár síðan streymisþjónustan var kynnt til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Faraldurinn breiðist út – „Ég óttast að þetta verði enn verra“

Faraldurinn breiðist út – „Ég óttast að þetta verði enn verra“
Pressan
Í gær

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína
Pressan
Í gær

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku
Pressan
Í gær

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknar þú oft á nóttinni? Svefnsérfræðingar gefa góð ráð

Vaknar þú oft á nóttinni? Svefnsérfræðingar gefa góð ráð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél