fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Maður ákærður vegna fyrirætlana um að ræna og myrða sjónvarpsstjörnu

Pressan
Föstudaginn 6. október 2023 12:00

Holly Willoughby. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem er sakaður um að hafa lagt á ráðin um að ræna og myrða bresku sjónvarpskonuna Holly Willoughby hefur verið ákærður.

Maðurinn heitir Gavin Plumb. Hann er 36 ára gamall og er frá bænum Harlow sem er skammt norður af London.

Plumb hefur verið ákærður fyrir að falast eftir einstaklingi til að fremja morð fyrir sig, fyrirætlanir um að fremja nauðgun og fyrirætlanir um að fremja mannrán.

Hinn grunaði situr nú í gæsluvarðhaldi og verður leiddur fyrir dómara í dag en Plumb var handtekinn 4. október síðastliðinn.

Einn af yfirmönnum lögreglunnar á svæðinu segir að rannsóknin hafi gengið afar hratt fyrir sig og að lögreglumenn embættisins sem og starfssytkini þeirra hjá öðrum lögregluembættum hefðu unnið langa vinnudaga til að tryggja það að hægt væri að ákæra Plumb sem allra fyrst.

Hann segir það skipta öllu máli að gæta öryggis þolenda og það verði í þessu máli sem og öðrum sett í forgang.

Holly Willoughby er landsþekkt í Bretlandi en hún hefur verið meðal stjórnenda morgunþáttarins This Morning á sjónvarpsstöðinni ITV undanfarin ár. Framleiðendum þáttarins var tilkynnt í gærmorgun um fyrirætlanir Plumb og Willoughby tók í kjölfarið þá ákvörðun, skömmu áður en útsending átti að hefjast, að vera ekki með í þætti dagsins en þátturinn er yfirleitt sýndur í beinni útsendingu.

ITV hefur ráðið öryggisverði til að gæta öryggis hennar allan sólarhringinn og munu þessir öryggisverðir eiga í samstarfi við lögregluna.

Talsmaður ITV segir fréttirnar af áætlunum Plumb gríðarlegt áfall fyrir allt starfsfólk ITV og This Morning. Holly Willoughby og hennar fjölskylda fái allan þann stuðning sem mögulegt sé að veita á þessum erfiðu tímum.

Dermot O´Leary og Alison Hammond stýra yfirleitt This Morning á föstudögum og í þættinum í morgun vísuðu þau í fréttir fjölmiðla af málinu og sögðust ekki geta talað mikið um það en sendu þó Holly Willoughby og hennar fjölskyldu sínar allra hlýjustu kveðjur.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var gestur þáttarins í morgun og sendi Willoughby sínar bestu kveðjur.

Það var Sky News sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“