fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Sextán ára tvíburasystur fundust látnar í Noregi – Tveir í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 06:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags fundust tvíburasysturnar Mina Alexandra og Mille Andrea Hjalmarsen, 16 ára, látnar í húsi í Spydeberg. Þriðja stúlkan, jafnaldra þeirra, var þungt haldin þegar lögreglan kom á vettvang og var flutt á sjúkrahús þar sem hún dvelur enn. Talið er að tvíburasysturnar hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna.

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Annar var handtekinn á vettvangi.  Síðdegis í gær var annar maður handtekinn grunaður um að hafa selt systrunum fíkniefni. VG skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að tilkynning hafi borist til neyðarlínunnar um að tvær lífvana unglingsstúlkur hafi fundist í húsi í Spydeberg. Lögregla, læknir og sjúkraflutningsmenn voru strax sendir á vettvang. Reynt var að lífga stúlkurnar við með hjartahnoði en án árangurs.

Maðurinn, sem var á vettvangi, er á þrítugsaldri og var hann handtekinn, grunaður um að hafa ekki komið stúlkunum til bjargar. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt þriðju stúlkuna var kærunni á hendur manninum breytt í manndráp af gáleysi.

Hinn maðurinn er grunaður um að hafa selt fíkniefnin sem urðu systrunum að bana en þær létust heima hjá honum.

Í norskum fjölmiðlum hefur komið fram að systurnar voru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð