Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Annar var handtekinn á vettvangi. Síðdegis í gær var annar maður handtekinn grunaður um að hafa selt systrunum fíkniefni. VG skýrir frá þessu.
Lögreglan segir að tilkynning hafi borist til neyðarlínunnar um að tvær lífvana unglingsstúlkur hafi fundist í húsi í Spydeberg. Lögregla, læknir og sjúkraflutningsmenn voru strax sendir á vettvang. Reynt var að lífga stúlkurnar við með hjartahnoði en án árangurs.
Maðurinn, sem var á vettvangi, er á þrítugsaldri og var hann handtekinn, grunaður um að hafa ekki komið stúlkunum til bjargar. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt þriðju stúlkuna var kærunni á hendur manninum breytt í manndráp af gáleysi.
Hinn maðurinn er grunaður um að hafa selt fíkniefnin sem urðu systrunum að bana en þær létust heima hjá honum.
Í norskum fjölmiðlum hefur komið fram að systurnar voru í umsjá barnaverndaryfirvalda.