fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sextán ára tvíburasystur fundust látnar í Noregi – Tveir í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 06:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags fundust tvíburasysturnar Mina Alexandra og Mille Andrea Hjalmarsen, 16 ára, látnar í húsi í Spydeberg. Þriðja stúlkan, jafnaldra þeirra, var þungt haldin þegar lögreglan kom á vettvang og var flutt á sjúkrahús þar sem hún dvelur enn. Talið er að tvíburasysturnar hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna.

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Annar var handtekinn á vettvangi.  Síðdegis í gær var annar maður handtekinn grunaður um að hafa selt systrunum fíkniefni. VG skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að tilkynning hafi borist til neyðarlínunnar um að tvær lífvana unglingsstúlkur hafi fundist í húsi í Spydeberg. Lögregla, læknir og sjúkraflutningsmenn voru strax sendir á vettvang. Reynt var að lífga stúlkurnar við með hjartahnoði en án árangurs.

Maðurinn, sem var á vettvangi, er á þrítugsaldri og var hann handtekinn, grunaður um að hafa ekki komið stúlkunum til bjargar. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt þriðju stúlkuna var kærunni á hendur manninum breytt í manndráp af gáleysi.

Hinn maðurinn er grunaður um að hafa selt fíkniefnin sem urðu systrunum að bana en þær létust heima hjá honum.

Í norskum fjölmiðlum hefur komið fram að systurnar voru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“