fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Breskir hermenn æfir yfir yfirlýsingu Harry um drápin í Afganistan – „Hvað er maðurinn að hugsa?“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 9. janúar 2023 21:42

Harry í Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þá yfirlýsingu sína að hafa orðið 25 talibönum að bana á meðan gegndi herþjónustu í Afganistan. Er hann sagður leggja líf sitt og fjölskyldu sinnar, annarra meðlima bresku konungsfjölskyldunnar og bresks almennings í hættu.

Yfirlýsingin birtisti í sjálfsævisögu prinsins, Spare, sem kemur formlega út á morgun en spænsk útgáfa hennar birtist af ókunnum ástæðum fyrir helgi.

Jafnt háttsettir aðilar í hernum, svo og fjöldi annarra sérfræðinga í öryggismálum, segja það ófyrirgefanlegt af prinsinum að gefa slíkt upp. Komi þarf margt til.

Meðal annars segir prinsinn að hann viti nákvæma tölu þar sem tölvukerfi Apache árasaþyrlanna, sem Harry flaug og skotið var úr, visti slík gögn. Segist hann ekki líta á hina föllnu talibana sem manneskjur heldur taflmenn sem nauðsynlegt hafi verið að fjarlægja.

Það er óhætt að segja að Harry hafi margt og mikið að segja í bók sinni og viðtölum.

Yfirmenn innan hersins segja það stríða gegn heiðri hermanna breska hersins að kasta fram tölu um fórnarlömb. Slíkt sé einfaldlega ekki rætt nema í einkasamtölum og aldrei í fjölmiðlum. Mannfall sé óhjákvæmilegur harmleikur í stríði, ekki númer til að haka í.

Sömu sérfræðingar segja að með yfirlýsingunni hafi Harry ekki bara sett sig, konu sín og börn í lífshættu, heldur einnig aðra meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar svo og breska hermenn og almenning.

„Hvað er maðurinn að hugsa?“ varð einum yfirmanna hersins að orði í viðtali í gær.

Hefndaraðgerðir?

Talsmenn talibana hafa gagnrýnt prinsinn fyrir það sem þeir vilja kalla fjöldamorð og heyrast þegar raddir sem kalla eftir hefndaraðgerðum.

Harry prins hefur verið afar tíðrætt um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar frá því að hann dró sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni og flutti til Bandaríkjanna ásamt Meghan konu sinni. Þau eiga tvö börn, þriggja og eins árs.

Harry hefur krafist þess að sér og fjölskyldu sinni verði áfram séð fyrir öryggisgæslu á pari við þá er hann fékk sem opinber meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar.

Þegar að breska lögreglan hafnaði kröfu hans um slíka öryggisgæslu í heimsóknum hans til Bretlands fyrir sléttu ári síðan, hóf hann dómsmál sem enn sér ekki fyrir endann á, en hefur kostað breska skattgreiðendur um 250 þúsund pund.

Harry, kona hans og börn, eru að sjálfsögðu með opinbera gæslu þegar þau eru í fylgd með öðrum háttsettum aðilum konungsfjölskyldunnar.

Breska lögreglan er ekki til leigu

Þegar að Harry fékk synjun um sömu vernd og fyrir flutninginn, bauðst hann til að greiða kostnaðinn sjálfur en fékk þau svör að breska lögreglan væri ekki til útleigu.

Harry yrði að leigja sinn eigin öryggismannskap.

Harry heldur hins vegar fram að öryggisfyrirtæki í einkaeigu geti ekki sinnt gæslunni jafn vel, meðal annars vegna skorts upplýsingum sem bresk yfirvöld og lögregla búa yfir ólíkt fyrirtækjum í einkageiranum.

Það hafa heyrst efasemdarraddir um meinta lífshættu Harry og fjölskyldu. Sé það fyrst núna, með yfirlýsingu sinni um drápin í Afganistan, að hann sé í augljósri og raunverulegri lífshættu með því að kalla yfir sig sig reiði talibana og meðreiðarsveina þeirra.

Reiði sem gæti endað í ofbeldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu