Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökum fjármálafyrirtækja. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Steen Lund Olsen, varaformaður samtakanna, sagði að þetta væri frábært því það reyni mjög mikið á bankastarfsmenn þegar banki er rændur. Það sé ekki hægt að skilja hversu mikið tilfinningalegt álagt það sé á starfsfólk að upplifa bankarán.
Þegar litið er aðeins aftur í tímann var sagan allt önnur og má nefna að árið 2000 voru 221 bankarán framin í Danmörku. Frá 2017 hafa þau verið færri en tíu árlega.