The Guardian skýrir frá þessu og hefur eftir Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingi sem fylgist með öfgahitum.
Í Korbielow í Póllandi fór hitinn í 19 gráður en það er 18 gráðum hærri hiti en er að meðaltali í janúar.
Í Javorník í Tékklandi mældust 19,6 gráður en meðalhitinn þar á þessum árstíma er 3 gráður.
Í Vysokaje í Hvíta-Rússlandi er hitinn venjulega um frostmark í janúar en á nýársdag mældist hitinn þar 16,4 gráður en gamla hitametið í janúar var 11,9 gráður.
Annars staðar í álfunni féllu hitamet á mörg þúsund veðurstöðvum, þar af 950 í Þýskalandi einu.
Herrera sagði að líta megi á þessa miklu janúarhita sem mestu veðuröfganna sem hafa herjað á Evrópu. Það sé hægt að færa rök f yrir að þetta sé í fyrsta sinn sem öfgaveður í Evrópu, hvað varðar öfgahita, sé sambærilegt við það sem gerist í Norður-Ameríku.