fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Bjóða foreldrum 1,1 milljón á barn fyrir að flytja með þau frá Tókýó

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. janúar 2023 19:00

Frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska ríkisstjórnin býður nú foreldrum 1 milljón jena, sem svarar til 1,1 milljónar íslenskra króna, á barn fyrri að flytja með þau frá Tókýó. Markmiðið með þessu er að reyna að snúa fólksfækkun á öðrum svæðum við.

Áður voru 300.000 jen í boði fyrir að flytja með barn frá Tókýó en frá og með apríl verður upphæðin hækkuð í 1 milljón jena að sögn The Guardian.

Íbúum í Tókýó fækkaði á síðasta ári en það var í fyrsta sinn í sögunni sem það gerðist. Fækkunina má aðallega rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Stjórnmálamenn láta þessa fólksfækkun í Tókýó ekki slá sig út af laginu og telja að það þurfi að gera meira til að reyna að fækka íbúum í borginni og hvetja fólk til að hefja nýtt líf á svæðum sem eru ekki eins eftirsótt og höfuðborgin.

Víða utan stórborga á borð við Tókýó og Osaka hefur fólki fækkað og steðja margvísleg vandamál að samfélögunum vegna þess að hlutfall eldra fólks er hærra en áður og það vantar yngra fólk til starfa í ýmsum geirum.

En það er ekki nóg með að fólk geti fengið eina milljón jena með hverju barni, því það getur einnig fengið 3 milljónir jena í fjárhagsstuðning ef það flytur á svæði sem glíma við fólksfækkun og aðra erfiðleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“