fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Tveir skotnir í Stokkhólmi – „Það var blóð út um allt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 05:21

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru skotnir við lestarstöð í Jordbro í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Annar lést af völdum áverka sinna en hinn liggur á sjúkrahúsi.

„Ég var á leið niður af brautarpallinum og sá mann liggja í tröppunum. Það var blóð úti um allt,“ hefur Aftonbladet eftir sjónarvotti.

Tilkynnt var um árásina klukkan 15.48. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún tvo menn, sem höfðu verið skotnir, nærri lestarstöðinni.

25 ára karlmaður lést af völdum áverka sinna en hinn, sem er á fertugsaldri, liggur á sjúkrahúsi. Hann var skotinn í fót og maga.

Árásin var gerð á annatíma á lestarstöðinni og því var fjölmenni við vettvanginn.

Aftonbladet segir að hinn látni hafi verið látinn laus úr fangelsi fyrir nokkrum mánuðum. Hann hafði hlotið átta ára dóm fyrir morðtilraun og fíkniefnalagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú