Tom var fljótlega látinn laus þar sem dómstólar höfnuðu gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar yfir honum.
Nú eru nýjar upplýsingar komnar fram í málinu en það var VG sem skýrði frá þeim. Segir miðillinn að lögreglan hafi komið staðsetningarbúnaði fyrir í bíl Tom og einnig var gripið til leynilegra húsleita og símhlerunar.
VG segir að Tom hafi alltaf verið samstarfsfús þegar lögreglan hefur beðið um aðgang að bankareikningum hans eða um eitthvað annað er tengist persónulegum málefnum hans. Sem dæmi má nefna að hann hefur afhent lögreglunni handskrifaða minnismiða og dagbækur.
Hann hefur enn stöðu grunaðs í málinu og því vill lögreglan ekki veita miklar upplýsingar um málið.
Allt frá því að Anne-Elisabeth hvarf frá heimili sínu hefur lögreglan leitað svara við einni grundvallarspurningu: Hvað varð um Anne-Elisabeth Hagen?
En henni hefur ekki tekist að leysa málið. Hún er þó fullviss um að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.