fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Kom pitsukassi upp um Andrew Tate?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 07:05

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi var Andrew Tate handtekinn af rúmensku lögreglunni grunaður um mansal, nauðgun og fyrir að hafa stofnað skipulögð glæpasamtök. Bróðir hans var einnig handtekinn, grunaður um sömu brot.  Því hefur verið velt upp á samfélagsmiðlum hvort það hafi verið pitsukassi sem varð Tate að falli.

Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá bendir eitt og annað til að pitsusending hafi orðið Tate að falli og komið rúmensku lögreglunni á slóð hans.

The Independent segir að í myndbandi, sem Tate birti á Twitter, beini hann orðum sínum til sænska umhverfisverndarsinnans Greta Thungberg. En í þessu myndbandi eru honum afhentir tveir pitsukassar. „Látið mig vinsamlegast fá tvær pitsur og tryggið að kassarnir verði ekki endurunnir,“ segi hann í færslunni.

Þessu sér hann kannski eftir núna. Ástæðan er að pitsurnar eru frá rúmensku pitsukeðjunni Jerry‘s og hafa margir því velt fyrir sér hvort lögreglan hafi komist á slóð Tate vegna pitsukassanna.

Rúmensk yfirvöld eru sögð hafa beðið lengi eftir að Tate-bræðurnir snéru aftur til Rúmeníu. Daginn eftir að myndbandið var birt á Twitter voru bræðurnir handteknir.

Alejandra Caraballo, mannréttindalögfræðingur, fjallaði um málið í langri færslu þar sem hún segist telja að pitsukassarnir hafi orðið Tate að falli.

„Held ég að þetta hafi verið sönnunin sem skiptir öllu máli fyrir lögregluna? Nei, alls ekki en ég held að þetta hafi verið notað til að staðsetja Andrew Tate á heimili hans í Rúmeníu innan þröngs tímaramma,“ skrifar hún meðal annars.

Ekki hefur fengist staðfest hjá yfirvöldum um hvort pitsukassinn eða færslur Tate á samfélagsmiðlum hafi orðið til þess að hann var handtekinn.

Tate er fyrrum heimsmeistari í kickboxi, þátttakandi í Big Brother raunveruleikaþættinum. Viðhorf hans til kvenna, of feitra og þunglyndra hafa vakið mikla athygli og reiði.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa nýlega umfjöllun DV um Andrew Tate.

Hann drekkur bara sódavatn, líkir konum við hunda og segir að þunglyndi sé sjálfskapað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol