fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Hann drekkur bara sódavatn, líkir konum við hunda og segir að þunglyndi sé sjálfskapað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 06:04

Andrew Tate. Skjáskot/YouTube/FullSendPodcast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er oft í jakkafötum, hann er sólbrúnn, sköllóttur og með svart skegg. Hann birtir myndir af sér við lúxusbíla sína, með lúxus úr og stórar einkaflugvélar. Hann er tákn hins „sanna“ karlmanns að eiginn mati.

Þetta er Andrew Tate sem hefur dregið að sér mikla athygli með umdeildum myndböndum og færslum á samfélagsmiðlum á síðustu árum. Þrátt fyrir að hann hafi margoft verið útilokaður frá hinum ýmsu samfélagsmiðlum tekst honum að birtast aftur og aftur og vekja athygli á sér.

En hvernig varð Andrew Tate svona frægur og vinsæll?

Fyrir 10 árum hafði hann í sig og á sem atvinnumaður í kickboxi. Hann hætti síðan að keppa í kickboxi og tók þátt í raunveruleikaþættinum Big Brother. En þátttaka hans þar var skammvinn því honum var hent út eftir að The Sun birti myndband þar sem hann virðist slá konu með belti og hóta að drepa hana. Tate sagði sjálfur að þetta hafi verið gert með samþykki konunnar.

Fyrir marga hefði þetta örugglega verið upphafið að endinum en fyrir Andrew tate var þetta upphafið að Andrew Tate-fyrirbærinu.

Bláa nestisboxið

Í einu af myndböndum sínum segir Tate frá atviki úr æsku þegar honum var strítt af nokkrum skólafélögum sínum.

„Ég kom heim og sagði pabba mínum frá þessu og spurði: „Hvað á ég að gera?“ Hann sagði: „Ef þú vilt breyta einhverju, þá verður þú að gera það sjálfur.“,“ segir Tate í myndbandinu og bætir við að faðir hans, Emory Tate, hafi hvatt hann til að slá drengina með nestisboxinu sínu.

„Dag einn fékk ég nóg. Ég snéri mér við og sló einn þeirra með nestisboxinu mínu. Það hitti hann í augað sem sprakk og blóð sprautaðist út um allt. Hin börnin í strætisvagninum öskruðu,“ segir hann í myndbandinu.

Hann sagði síðan föður sínum frá þessu: „Pabbi horfði á mig og sagði: „Ekki hafa áhyggjur sonur.“ Síðan ókum við í Walmart og keyptum annað blátt nestisbox.“

Sögur, með boðskap af þessu tagi, eru rauði þráðurinn í myndböndum Tate. Hann boðar frjálslynt viðhorf til lífsins þar sem hann segir oft að allir geti valið hvernig þeir vilja haga lífi sínu. Hann hefur til dæmis oft sagt að þunglyndi sé sjálfskapað: „Þú finnur til depurðar, þú heldur lífinu áfram. Þú verður alltaf þunglyndur ef líf þitt er niðurdrepandi. Breyttu því.“

Hann hefur einnig átt í samskiptum við marga áberandi aðila á hægri væng bandarískra og breskra stjórnmála. Hann hefur meðal annars hitt Donald Trump og komið fram í Infowars hlaðvarpi samsæriskenningasmiðsins Andrew Jones. Í Bretlandi hefur hann komið fram opinberlega með Stephen Yaxley-Lennon, sem er þekktur öfgahægrimaður.

En þrátt fyrir að ummælin um þunglyndið hafi vakið athygli á Tate og séu umdeild þá voru það ekki slík ummæli sem vöktu mesta athygli á honum, það voru ummæli hans um konur og andstaða hans við MeToo-hreyfinguna.

„Það verður að þjálfa konur“

Mörgum kann að þykja það fyndið þegar sagt er „það verði að þjálfa konur“ en öðrum þykir þetta bera vott um kvenhatur. Tate hefur einmitt dregið að sér gríðarlega athygli með ummælum af þessu tagi. Hann hefur meðal annar sagt að það „verði að þjálfa konur eins og hunda“ og að „konur beri ákveðna ábyrgð“ ef þeim er nauðgað og að „konur séu eins og skór, verðgildi þeirra lækki með hverjum nýjum eiganda“.

Í ágúast á síðasta ári var Meta, sem á Facebook og Instagram, nóg boðið og voru færslur Tate fjarlægðar af miðlum félagsins fyrir brot á reglum miðlanna. Fleiri miðlar fylgdu í kjölfarið og var hann útilokaður frá Twitter, TikTok og Twitch. En samt sem áður hélt hann áfram að birtast á hinum ýmsu miðlum.

Hann nýtti vinsældir sínar til að skapa netfyrirtækið Hustlers University þar sem hann hefur markaðssett sjálfan sig sem einhverskonar sjálfshjálpargúru sem hjálpar aðallega körlum um allan heim sem vilja líkjast honum.  Með því að kaupa áskrift verða áskrifendur hluti af háskólanum og geta lært hvernig maður er „sannur karlmaður sem nær í konur, dýra bíla og efnast“.

Síðasta sumar flutti hann til Rúmeníu með bróður sínum. Hann hefur sagt að þetta hafi hann gert af því að hann vilji „frekar vera hluti af samfélagi sem er á uppleið en niðurleið“.  Hann hefur einnig sagt að væg löggjöf í Rúmeníu hvað varðar kynferðisbrot og spillingu hafi spilað inn í þessa ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt