Eins og fram kemur í nýlegri umfjöllun DV um málið þá þóttu skýringar eiginmannsins, Brian Walshe, ótrúverðugar. Blóðugur hnífur fannst í kjallaranum á heimili þeirra og margt þótti benda til að Brian væri viðriðinn hvarf eiginkonu sinnar.
Dularfullt hvarf þriggja barna móður – Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar
Í gær veitti lögreglan fleiri upplýsingar um málið og sagði að nú sé Brian grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Í framhaldi af þessu skýrðu bandarískir fjölmiðlar frá því að fyrir átta árum hafi Ana kært Brian fyrir að hafa hótað að drepa hana og vinkonu hennar.
Hún setti sig þá í samband við lögregluna í Washington D.C. og tilkynnti um morðhótunina. CNN segir að í skýrslu lögreglunnar komi fram að Brian hafi hringt í Ana og sagt að hann „myndi drepa hana og vinkonu hennar“. Málið var síðan fellt niður því Ana neitaði að liðsinna lögreglunni við rannsóknina. Ekki liggur fyrir hvort þau voru par á þessum tíma.