fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar varðandi dularfullt hvarf Ana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 22:30

Ana Walshe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til Ana Walshe, 39 ára fasteignasala, síðan á nýársdag. Það vakti athygli lögreglunnar og grunsemdir að það var ekki eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar, það var samstarfsfólk hennar á fasteignasölunni sem gerði það.

Eins og fram kemur í nýlegri umfjöllun DV um málið þá þóttu skýringar eiginmannsins, Brian Walshe, ótrúverðugar. Blóðugur hnífur fannst í kjallaranum á heimili þeirra og margt þótti benda til að Brian væri viðriðinn hvarf eiginkonu sinnar.

Dularfullt hvarf þriggja barna móður – Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar

Í gær veitti lögreglan fleiri upplýsingar um málið og sagði að nú sé Brian grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Í framhaldi af þessu skýrðu bandarískir fjölmiðlar frá því að fyrir átta árum hafi Ana kært Brian fyrir að hafa hótað að drepa hana og vinkonu hennar.

Hún setti sig þá í samband við lögregluna í Washington D.C. og tilkynnti um morðhótunina. CNN segir að í skýrslu lögreglunnar komi fram að Brian hafi hringt í Ana og sagt að hann „myndi drepa hana og vinkonu hennar“.  Málið var síðan fellt niður því Ana neitaði að liðsinna lögreglunni við rannsóknina. Ekki liggur fyrir hvort þau voru par á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana