fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Stórbruni í brúðkaupsveislu varð yfir 100 manns að bana

Pressan
Miðvikudaginn 27. september 2023 11:00

Skjáskot-Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 100 manns eru látnir eftir að mikið bál dreifðist á ógnarhraða yfir brúðkaupsveislu í Írak.

Óttast er að brúðurin og brúðguminn séu meðal hinna látnu en eldurinn er talinn hafa komið upp þegar kveikt var á flugeldum í veislusalnum skömmu áður en brúðhjónin stigu sinn fyrsta dans.

Myndbönd hafa verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má brennandi brak hrynja úr lofti salarins sem heitir Haitham og er staðsettur í borginni Qaraqosh. Borgin er í norðurhluta Írak og þar býr aðallega kristið fólk. Brúðkaupið var haldið að kristnum sið. Eldurinn kom upp um klukkan 22:45 að staðartíma í gærkvöldi.

Í öðru myndbandi mátti sjá flugelda skjótast upp frá gólfi salarins og valda því að það kviknaði í ljósakrónu.

Vitni segja að salurinn hafi orðið alelda á nokkrum sekúndum og gestir hafi reynt að flýja í ofboði.

Um 900 karlar, konur og börn voru viðstödd veisluna og hlupu öll að útganginum í einu. Mörg þeirra komust hins vegar ekki út og svartur reykur fyllti fljótlega salinn.

Sautján ára stúlka sem komst lífs af sagði við AFP fréttastofuna:

Við sáum ekkert. Við vorum að kafna og vissum ekki hvernig við áttum að komast út.“

Níu starfsmenn veislusalarins hafa verið handteknir og handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur fleiri einstaklingum sem tengjast starfsemi hans.

Það er enn óljóst hvort brúðurin, Haneen, og brúðguminn, Revan, lifðu af.

Yfirvöld í héraðinu hafa staðfest að 114 hafi látist en óttast er að sú tala eigi eftir að hækka þar sem um 150 manns til viðbótar slösuðust, sumir alvarlega.

Sum hinna slösuðu eru börn.

Flugeldar virðast hafa valdið brunanum

Yfirvöld segja að bráðabirgða niðurstöður rannsóknar bendi til að eldsupptök megi rekja til flugelda sem kveikt hafi verið á inni í salnum. Eldurinn er talinn hafa breiðst svo hratt út vegna þess að öryggisráðstafanir hafi verið ófullnægjandi í veislusalnum og að hann hafi verið byggður að hluta til úr eldfimum efnum.

Myndband úr veislunni var sýnt á sjónvarpsstöð á svæðinu en í því mátti sjá brúðhjónin á dansgólfinu þegar eldurinn kom upp og þeim var augljóslega verulega brugðið.

Ein kona sem slasaðist en komst lífs af sagði að kveikt hefði verið á einhverju, sem kviknað hefði í, þegar brúðhjónin ætluðu að stíga dans. Karlmaður sem slasaðist staðfesti orð konunnar og sagði að kveikt hefði verið á flugeldum sem hafi lent í lofti salarins. Kviknað hafi í loftinu og salurinn orðið alelda á nokkrum sekúndum.

Upphaflega var tilkynnt að brúðhjónin væru meðal hinna látnu en það hefur verið síðan dregið í efa og er enn óljóst.

Þó nokkur hluti þeirra sem slösuðust en lifðu af hlutu mjög alvarleg brunasár. Sum eru með brunasár á öllum líkamanum en önnur á um 50-60 prósent líkamans. Ástand þeirra flestra er sagt alvarlegt.

Forsætisráðherra Írak, Mohammed Shia al-Sudani, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum.

Embættismenn hafa tjáð fjölmiðlum að ytra byrði salarins hafi verið þakið klæðningu úr afar eldfimum efnu sem sé ólögleg í landinu.

Hluti salarins hrundi til grunna og segja embættismenn að það sé vegna þess að hann hafi verið að talsverðu leyti byggður úr afar eldfimum og ódýrum byggingarefnum.

Það var The Sun sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist