fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lögreglumaður sakaður um að misnota vald sitt og láta leggja hjákonu sína inn

Pressan
Mánudaginn 25. september 2023 14:00

Ólögmæt handtaka kvænta lögreglumannsins Ronald Keith Davis á kærustu hans til fjögurra mánaða. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvæntur lögreglumaður í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærður vegna frelsisviptingar á fölskum forsendum fyrir að hafa með óeðlilegum hætti látið leggja fyrrverandi kærustu sína inn á geðsjúkrahús.

Maðurinn, sem er liðsmaður ríkislögreglu Pennsylvaníu, heitir Ronald Keith Davis og er 37 ára gamall. Hann var handtekinn 21. september síðastliðinn.

Auk ákæru fyrir að hafa svipt konuna frelsi sínu á fölskum forsendum hefur hann verið ákærður fyrir að taka konuna kyrkingartaki. Hann er sagður hafa handtekið hana með því að beita glímutökum og hann hefur verið sakaður um að misnota vald sitt með því að láta leggja konuna inn á geðsjúkrahús gegn vilja hennar.

Davis er giftur annarri konu og á með henni börn. Hann lét leggja kærustuna sína fyrrverandi inn á grunni þess að hún væri í sjálfsvígshættu.

Þann 21. ágúst síðastliðinn óskaði Davis eftir aðstoð frá öðrum lögreglumönnum úr ríkislögreglunni og sagði að kærastan fyrrverandi byggi í húsbíl á landareign hans. Hann sagði að samband þeirra hefði súrnað og þeim semdi sífellt verr. Saksóknari á svæðinu hefur ekki nafngreint konuna en hún er nefnd M.F. Davis hélt því fram að konan væri að haga sér með óeðlilegum hætti.

Til að sanna mál sitt sýndi hann textaskilaboð sem að sögn voru frá konunni. Í skilaboðunum ræddi sendandinn um að keyra fram af kletti og að viðkomandi væri gangslaus og einskis virði.

Davis var ráðlagt af ríkislögreglunni að fara fram á við embættismenn í viðkomandi sýslu að konan yrði lögð inn. Hann gerði það á frívakt en sendi beiðni í gegnum tölvupóstfang sitt hjá ríkislögreglunni og kynnti sig í póstinum sem lögreglumann hjá því embætti.

Á meðan beiðnin var í vinnslu leituðu aðrir lögreglumenn að konunni en fundu hana ekki. Davis sagðist þá myndu finna hana sjálfur en hann fann konuna í skóglendi. Hún neitaði að fylgja honum og streittist á móti. Í myndbandi má sjá Davis koma konunni (sem er talsvert minni en hann) í jörðina. Konan sló hann til að reyna að losna frá honum en Davis tók hana þá í glímutök. Í myndbandinu heyrist konan segja ítrekað að hún geti ekki andað.

Konan hlaut meiðsli víða um líkamann við aðfarirnar og þegar lögrega kom á staðinn voru meiðslin skráð og konan, sem var formlega handtekin, svo flutt á spítala.

Tjáði engar sjálfsvígshugleiðingar

Davis endurtók í samtölum sínum við lögreglumenn að konan hefði tjáð sjálfsvígshugleiðingar í textaskilaboðum. Í gögnum málsins kemur hins vegar fram að konan virtist engan veginn skilja hvaða ástæður væru fyrir því að hún hefði verið handtekin.

Hann var haldið upphaflega í 72 klukkustundir á spítalanum sem staðfesti svo að beiðnin frá Davis um að hún yrði lögð inn gegn vilja sínum hefði verið samþykkt. Eftir það var henni haldið í tvo sólarhringa til viðbótar. Hún talaði ekkert um að hún væri í sjálfsvígshugleiðingum þessa 5 daga sem henni var haldið á spítalanum.

Hún var loks látin laus 26. ágúst. Hún tjáði þá lögreglu að sambandið við Davis hefði verið stormasamt og staðið í fjóra mánuði. Hún segir að hann hafi sagt við hana að hann vissi vel að hún væri ekki geðsjúk en hann myndi láta hana líta út fyrir að vera það sem hann gæti vel gert af því að hann þekkti lögin.

Hún segir Davis hafa verið afar stjórnsaman og valdaójafnvægið í sambandi þeirra hafa verið mikið. Hann hafi til að mynda lokað fyrir rafmagnið í húsbílnum og neitaði henni um aðgang að eigum sínum, til að mynda hreinlætisvörum.

Lögreglumenn lásu textaspjall konunnar við Davis en í spjallinu gerði hann ítrekað lítið úr henni en hún minntist hins vegar ekkert á sjálfsvíg.

Var það niðurstaða lögreglunnar að Davis hefði hvorki gefið rétta mynd af sambandi hans við konuna né hugarástandi hennar. Hún hafi viljað losna úr sambandinu en ekki skaða sjálfa sig.

Davis situr nú í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir að kyrkja konuna, ólöglega handtöku, frelsissviptingu á fölskum forsendum, líkamsárás, að stefna annarri manneskju í hættu og fyrir að beita kúgun í krafti stöðu sinnar.

Það var Daily Mail sem greindi frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð