fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick

Pressan
Þriðjudaginn 19. september 2023 16:00

Gatwick flugvöllur/Wikimedia. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla með niðurstöðum óháðrar rannsóknar á starfsemi miðstöðvarinnar Brook House, sem hýsir fólk sem vísa á úr landi, í nágrenni Gatwick flugvallar, suður af London, hefur verið birt.

Samkvæmt skýrslunni voru hælisleitendur sem vistaðir voru í miðstöðinni beittir ofbeldi sem fólst ekki síst í því að starfsfólk jós yfir þá kynþáttaníði.

Algengt var að starfsmenn segðu við hælisleitendurna: „ef hann deyr, þá bara deyr hann.“ Segir í skýrslunni að þetta hafi verið gert til að hæðast að þeim.

Samkvæmt skýrslunni var starfsfólk almennt of fljótt að bregðast við aðstæðum sem upp komu með valdi.

Í skýrslunni er fjallað um 19 tilfelli slæmrar meðferðar starfsfólks á hælisleitendum sem komu upp árið 2017. Komu þessar upplýsingar upp úr krafsinu eftir birtingu BBC á myndskeiðum sem tekin voru með leynd í miðstöðinni. Í einu myndskeiðinu mátti sjá öryggisvörð setja hendur sínar á háls eins hælisleitandans sem vistaður var í miðstöðinni og kalla hann skítseiði auk þess sem hann hótaði að „svæfa“ hælisleitandann.

Starfsfólk viðhafði rasísk og niðrandi ummæli í garð þeirra sem vistaðir voru á miðstöðinni. Í sumum tilfellum voru menn færðir milli staða í miðstöðinni með valdi þótt þeir væru fáklæddir eða jafnvel naktir. Samkvæmt skýrslunni var miðstöðin ekki nægilega örugg fyrir bæði starfsfólk og þá sem vistaðir eru þar.

Störðu á meðvitundarlausan mann

Í einu tilfelli fannst vistmaður meðvitundarlaus eftir að hann hafði skaðað sjálfan sig en starfsfólk stóð lengi vel og horfði á manninn án þess að gera tilraun til að hjálpa honum.

Rannsókninni var hrundið af stað árið 2019, tveimur árum eftir umfjöllun BBC. Atvikin 19 sem tekin eru fyrir í skýrslunni áttu sér stað frá apríl og fram í ágúst 2017 en Kate Eves, sem stýrði rannsókninni, segist enn hafa áhyggjur af starfsemi Brook House.

Eftir að BBC birti myndskeiðin voru 10 starfsmenn miðstöðvarinnar annað hvort reknir eða hættu störfum að eigin frumkvæði.

Einkafyrirtæki rak miðstöðina fyrir innanríkisráðuneyti Bretlands þegar atvikin sem um ræðir komu upp en nú hefur annað fyrirtæki tekið við rekstrinum.

Kate Eves segir fyrirtækið sem áður rak miðstöðina og innanríkisráðuneytið halda því fram að um einangruð tilvik sé að ræða og að lítill hluti starfsfólks hafi átt þátt í þeim. Hún hafnar því og segir umhverfi sem jók líkurnar á ofbeldi hafi blómstrað í miðstöðinni.

Hún mælir þó ekki með því að miðstöðinni verði lokað. Hún ráðleggur stjórnvöldum að enginn verði vistaður í Brook House lengur en í 28 daga. Miðstöðin sé engan veginn búin til að vista fólk til lengri tíma en árið 2017 voru fimm manns vistaðir þar sem höfðu verið í miðstöðinni í 1-2 ár.

Kate Eves hvetur bresk stjórnvöld eindregið til þess að taka niðurstöður rannsóknarinnar alvarlega og gera umbætur á vistun hælisleitenda og ólöglegra innflytjenda.

Það var Mirror sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga