fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Heil fjölskylda myrt

Pressan
Þriðjudaginn 19. september 2023 19:00

Lestarstöð í Romeoville/Wikimedia. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par, tvö börn þeirra og þrír hundar fjölskyldunnar fundust öll látin síðastliðinn sunnudag á heimili sínu í úthverfi Chicago borgar í Bandaríkjunum. Höfðu bæði mannfólkið og hundarnir verið skotin til bana. Lögreglan segist ekki telja að um morð og sjálfsvíg í kjölfarið hafa verið að ræða og leitar að morðingja.

Fjölskyldan bjó í bænum Romeoville sem er um 42 kílómetra suðvestur af Chicago. Hún fannst látin um hálf níu leytið á sunnudagskvöld þegar lögreglumenn voru sendir að heimili hennar til að kanna hvort eitthvað amaði að eftir að áhyggjufullir ættingjar fjölskyldunnar höfðu haft samband.

Talið er að fjölskyldan hafi verið myrt aðfararnótt sunnudags eða snemma á sunnudagsmorgun.

Fullorðna parið hefur verið nafngreint en þau hétu Alberto Rolon og Zoraida Bartolomei. Hvorki hefur verið greint frá nöfnum barna þeirra tveggja né hversu gömul þau voru.

Meðal þess sem tæknideild lögreglunnar fór með af heimili fjölskyldunnar var tölvuskjár og hluti af glugga. Lögreglan hefur ekki veitt neinar upplýsingar um hver eða yfirhöfðuð hvort einhver er grunaður um morðin.

Nágrannar fjölskyldunnar segja að hún hafi flutt í húsið, þar sem hún fannst látin, fyrir nokkrum mánuðum. Þeir segja fjölskylduna hafa haldið sig að mestu út af fyrir sig og hafi ekki sést oft úti við.

Enginn nágrannanna segist hafa orðið var við skotin. Íbúar húsalengjunnar eru raunar vanir að heyra byssuskot þar sem skotæfingasvæði er um 3 kílómetra í burtu en enginn heyrði þessi skot.

Nágranni fjölskyldunnar, kona, sem búið hefur í húsalengjunni í 20 ár segist aldrei hafa upplifað annan eins viðbúnað lögreglu síðan hún flutti þangað. Hún segist eyðilögð yfir því að þessi unga fjölskylda hafi verið myrt.

Það var CBS News sem greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga