fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Baðst afsökunar á að hafa ætlað að drepa drottninguna

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 15. september 2023 20:00

Elísabet Bretadrottning. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á jóladag árið 2021 braust maður inn á lóð Windsor-kastala vopnaður lásboga. Var ætlun mannsins að myrða Elísabetu II drottningu Bretlands. Maðurinn var hins vegar handtekinn áður en hann náði að ógna drottningunni á nokkurn hátt og var í kjölfarið ákærður fyrir landráð. Hann hefur nú beðist afsökunar:

Sjá einnig: Kærður fyrir landráð eftir að hafa veifað lásaboga við kastala Englandsdrottningar

Hann heitir Jaswant Sing Chail og var 18 ára þegar hann var handtekinn en er í dag orðinn 21 árs. Chail játaði að hafa gerst sekur um landráð og hefur síðan hann var handtekinn verið vistaður á viðeigandi geðsjúkrahúsi.

Fyrir rétti fyrr í dag, þar sem núverandi andlegt ástand Chail var til umfjöllunar, opinberaði lögmaður hans að Chail hefði skrifað Karli III konungi og fjölskyldu hans bréf og beðist afsökunar á athæfi sínu. Lögmaðurinn sagði Chail skammast sín fyrir að hafa komið með slíkan hrylling að dyrum fjölskyldunnar og hafa ollið henni áhyggjum. Chail sé létt að enginn hafi meiðst.

Fjölskylda Chail segir að hann hafi verið góður, blíður og oft fyndinn áður en andlegri heilsu hans fór að hraka. Lögmaður hans segir að lokunaraðgerðir breksra stjórnvalda í covid- faraldrinum hafi átt mikinn þátt í hversu slæm andlega heilsa hans varð.

Fjölskyldan er sögð mjög náin en faðir Chail er hugbúnaðarsérfræðingur og starfar í flugvélaiðnaðinum. Móðir hans starfar við kennslu barna með sérþarfir og tvíburasystir hans er háskólanemi.

Lögmaðurinn segir fjölskyldunni hafa verið gífurlega brugðið vegna athæfis Chail. Hin djúpa iðrun hans muni fylgja honum út lífið ekki síst vegna alvarleika þess brots sem hann gerðist sekur um.

Jaswant Singh Chail

Sagðist vera persóna úr Star Wars

Chail, sem er frá Southampton í Bretlandi, mun vera mikill Star Wars aðdáandi og hafði talið sjálfum sér trú um að hann væri persóna úr kvikmyndabálknum heimsþekkta og kallaði sig Darth Chailus. Hann var klæddur dökkum fötum og með grímu úr málmi yfir andlitinu.

Áður en hann hélt til Windor-kastala sendi hann fjölskyldu sinni og vinum skilaboð og baðst afsökunar á því sem hann ætlaði sér að gera.

Chail sagði árás hans vera hefnd fyrir fjöldamorð í borginni Amritsar í Indlandi árið 1919 en þá myrtu breskir hermenn þúsundir Indverja. Chail og fjölskylda hans eru af indversku bergi brotin, nánar tiltekið síkhar.

Saksóknari sagði fyrir réttinum í dag að sú staðreynd að boginn var hlaðinn ör sem hægt var að skjóta með minnsta mögulega fyrirvara ætti að hafa í för með sér lengri dóm yfir Chail. Ef Chail hefði lyft boganum á lóð Windor-kastala segir saksóknarinn að í því hefðu falist þrenns konar lögbrot sem öll hefðu í för með sér lífstíðardóm.

Dómari mun skera úr hvort Chail verður fluttur í fangelsi eða vistaður áfram á stofnun fyrir geðsjúka. Það kemur einnig til greina að hann muni sæta blandaðri vistun.

Geðlæknir hans mælir með því að Chail verði áfram vistaður á meðferðarstofnuninni og telur hann þurfa að njóta meðferðar í a.m.k. 18 mánuði í viðbót.

Annar geðlæknir, sem bar vitni fyrir ákværuvaldið, segir hins vegar að Chail hafi skipulagt árásina í þaula og að hann hafi væri vel meðvitaður um að hann væri að breyta rangt.

Chail hefur einnig viðurkennt að hafa hótað, áður en hann framdi árásina, að myrða Elísabetu drottningu. Dómur um hvar hann verður vistaður í nánustu framtíð og hversu lengi verður kveðinn upp 5. október.

Það var Skynews sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“