The Guardian skýrir frá þessu og segir að París sé fyrsta evrópska höfuðborgin sem bannar útleigu á rafskútum.
Bannið byggist á niðurstöðu atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa í vor. Þá greiddu 90%, þeirra sem greiddu atkvæði, atkvæði með því að banna útleigu rafskúta.
Borgarstjórnin hefur lofsamað þetta og sagt niðurstöðuna vera mikinn sigur fyrir beint lýðræði. En rétt er að hafa í huga að kosningaþátttakan var aðeins 7,5%.