fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

Rasistamorðinginn í Flórída var merktur ríki sem er ekki til

Pressan
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 20:00

Mynd frá Jacksonville í Flórída/Wikimedia. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítur maður sem myrti þrjár svartar manneskjur, í verslun í borginni Jacksonville í Flórída-ríki í Bandaríkjunum, um liðna helgi var með merki hers Ródesíu utan á sér. Aðilar sem starfa við löggæslu í Bandaríkjunum segja að fleiri menn, eins og þessi umræddi árásarmaður, sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins og hafa framið árásir af rasískum hvötum, eins og þessi árás var, hafi haft slík merki á sér.

Ródesía var ríki í sunnanverðri Afríku sem stjórnað var alfarið af hvítum íbúum landsins sem voru samt sem áður í miklum minnihluta. Ríkið var stofnað 1965 en naut ekki almennrar viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Eftir margra ára vopnuð átök í landinu milli hvíta minnihlutans og svarta meirihlutans var nýtt ríki stofnað á landsvæði Ródesíu og hlaut það nafnið Zimbabwe.

Merki Ródesíu þykir renna enn frekari stoðum undir það að morðinginn í Flórída, hinn 21 árs gamli Ryan Palmeter, hafi verið rasisti og drifinn áfram af rasískri hugmyndafræði.

Hann hafði glímt við andlega vanheilsu og lögregla hafði áður verið kölluð út á heimili hans.

Talsmaður lögreglu sagði við fjölmiðla skömmu eftir árásina að Palmeter hefði framið morðin vegna rasískra hugmynda sinna og að hann hefði hatað svart fólk.

Fólkið sem Palmeter myrti hét Angela Michelle Carr, sem var 52 ára, Jerrald De’Shaun Gallion, sem var 29 ára og Anolt Joseph “A.J.” Laguerre Jr sem var 19 ára.

Lögreglan í Jacksonville vildi ekki tjá sig frekar um merki Ródesíska hersins.

Aðrir rasistar sagðir horfa til Ródesíu

Slík merki hafa áður komið við sögu í skotárásum í Bandaríkjunum sem framdar hafa verið af rasískum hvötum. Yfirlýstur rasisti sem trúir heitt á yfirburði hvíta kynstofnsins og skaut 9 til bana í kirkju svartra í Suður-Karólínu árið 2015 sást á myndum í jakka með merki með grænum og hvítum fána Ródesíu. Einnig var maðurinn með merki með fána Suður-Afríku eins og hann var á meðan aðskilnaðarstefnan (apartheid) var þar við lýði.

Hvítir stjórnmálamenn í Suðurríkjum Bandaríkjanna vísuðu til Ródesíu þegar þeir börðust fyrir því að viðhalda lögum um aðskilnað hvítra og svarta.

Þeir hvítu Bandaríkjamenn sem trúa á yfirburði síns kynstofns og hneigjast til ofbeldis horfa einnig til Ródesíu og þrá að Bandaríkin verði eins og það ríki. Fólk af slíku sauðahúsi trúir því að eitt stórt ofbeldisverk geti komið af stað báli sem snúi Bandaríkjunum í átt að þeirra vilja.

Lögregla hefur tjáð fjölmiðlum að Ryan Palmeter, morðinginn í Flórída, hafi teiknað hakakrossa og kynþáttaníð á riffilinn og skammbyssuna sem hann notaði við morðin. Alríkislögreglan, FBI, er með morðin til rannsóknar.

Ryan Palmeter bjó hjá foreldrum sínum og hafði áður komið við sögu lögreglu; fyrst þegar hann var 14 ára og réðst á eldri bróður sinn eftir að sá síðarnefndi slökkti á tölvu sem Palmeter var að nota. Hvorugur bræðranna meiddist að ráði og ekkert varð frekar úr málinu. Eldri bróðirinn er nú um stundir að afplána fangelsisdóm fyrir vopnað rán.

Árið 2017 var Palmeter haldið á geðdeild í þrjá sólarhringa eftir að faðir hans tilkynnti lögreglu að sonur hans hefði gefið til kynna að hann ætlaði að vinna sjálfum sér mein. Honum var að lokum sleppt af geðdeildinni og málinu var þar með lokið. Ekki kemur fram hvort hann hafi notið sálfræðimeðferðar af einhverju tagi eftir það.

Lög í Flórída heimila að skotvopn séu tekin af fólki sem er lagt inn á geðdeild gegn eigin vilja en Palmeter keypti byssurnar með löglegum hætti fyrr á þessu ári.

Hann sendi fjölskyldu sinni, lögreglunni og a.m.k. einum fjölmiðli rasísk skilaboð áður en hann skaut manneskjurnar þrjár til bana. Engar sannanir eru fyrir því að hann hafi tilheyrt einhverjum skipulögðum hópi en eftir að hann framdi morðin tók Ryan Palmeter eigið líf.

Það var NBC sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon
Pressan
Í gær

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Í gær

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt brak féll úr geimnum á þorp í Kenía – Heimamenn óttuðust heimsendi

Dularfullt brak féll úr geimnum á þorp í Kenía – Heimamenn óttuðust heimsendi