fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Mæðgin hittust á ný eftir áratuga aðskilnað

Pressan
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 20:00

Mæðginin hittast á ný eftir 42 ára aðskilnað. Skjáskot-Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 10 dögum hitti 42 ára gamall maður í Chile blóðmóður sína í fyrsta sinn síðan hann var ungabarn. Hún hafði staðið í þeirri trú að sonur hennar hefði látist en honum hafði í raun verið rænt og í kjölfarið seldur til ættleiðingar án þess að móðir hans væri spurð leyfis.

Mál þeirra er sannarlega ekki einstakt í landinu en tugir þúsunda barna í Chile voru, á tímum herforingjastjórnar í landinu, tekin af fjölskyldum sínum og ættleidd á fölskum forsendum.

Umræddur maður heitir  Jimmy Lippert Thyden og hann faðmaði móður sína að sér og grét þegar þau hittust eftir að hafa verið aðskilin nánast alla ævi hans.

Móðir hans heitir Maria Angelica González og þegar hann kom heim til hennar til að hitta hana sagði hann einfaldlega:

„Halló, mamma.“

González taldi í 42 ár að sonur hennar hefði dáið þegar hann var ungabarn og hún hágrét þegar þau föðmuðust og hann sagðist elska hana.

Þessir endurfundir mæðginanna fóru fram fyrir tilstilli samtakanna Nos Buscamos sem vinna að því að sameina foreldra í Chile og börn sem rænt var af þeim, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, og seld til ættleiðingar í öðrum löndum á fölskum forsendum.

Thyden var ættleiddur í Bandaríkjunum og ólst þar upp hjá kjörforeldrum sínum en hann fæddist hins vegar á sjúkrahúsi í Santiago, höfuðborg Chile.

Hann var fyrirburi og komið fyrir í þar til gerðum hitakassa og móðir hans send heim. Þegar hún kom aftur á spítalann var henni tilkynnt að drengurinn hennar væri látinn. Henni var neitað um að fá líkið afhent og sagt að því hefði verið fargað.

Bandarískir kjörforeldrar Thyden voru einnig blekkt. Þeim var tjáð að hann ætti enga ættingja á lífi en blóðmóðir hans á fjóra aðra syni og eina dóttur.

Fórnarlömb svika á æðstu stöðum

Thyden segir fjölskyldu sína vera fórnarlömb ættleiðingarsvika sem ríkisstjórn herforingjans og einræðisherrans Augusto Pinochet stóð fyrir í fjóra áratugi í Chile.

Svikin voru fyrst afjúpuð árið 2014 og fólust helst í því að ungbörnum úr fátækum fjölskyldum var rænt og send til ættleiðingar í Bandaríkjunum og öðrum löndum gegn greiðslu. Hann segir foreldranna sem fengu börnin hafa staðið í þeirri trú að allt væri eðlilegt og að greiðslurnar væru vegna sjúkrakostnaðar blóðmóður og barns. Peningarnir hafi hins vegar farið til fólks í stjórnkerfinu, heilbrigðiskerfinu og innan kirkjunnar.

Talið er að svikin hafi byrjað fyrst á sjötta áratug síðustu aldar og að allt að 50.000 börnum hafi verið rænt og þau seld til ættleiðingar. Oftast var þeim rænt af fátækum mæðrum sem höfðu ekki getu eða kunnáttu til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Nos Buscamos hafa staðið fyrir 450 endurfundum af þessu tagi en Thyden hafði upphaflega samband við samtökin og DNA-rannsókn staðfesti að hann væri frá Chile. Í gegnum vefsíðuna Myheritage komst hann í kynni við frænku sína sem leiddi hann til móður hans

Maria Angelica González er í dag 69 ára og segir að um kraftaverk sé að ræða. Hún hafi vart trúað því þegar henni var tjáð að sonur hennar væri á lífi.

Thyden, eiginkona hans og tvær dætur þeirra eru nú að kynnast fjölskyldunni. Þau skiptast á myndum af öllum þeim mikilvægu stundum sem þau hafa misst af og þau eyddu tíma saman og skemmtu sér á meðan heimsókn Thyden, eiginkonu hans og dætra til Chile stóð.

Hann segir kjörforeldra sína hafa stutt dyggilega við bakið á sér. Kjörmóðir hans og blóðmóðir spjölluðu saman í gegnum myndsímtal og sú síðarnefnda sýndi enga biturð og þakkaði þeirri fyrrnefndu fyrir að sjá um son sinn og veita honum gott líf. Kjörmóðirinn þakkaði blóðmóðurinni sömuleiðis fyrir að hafa fætt son í heiminn sem sú fyrrnefnda fékk tækifæri til að annast.

Thyden kallar eftir því að ríkisstjórn Chile og þeirra landa sem hin stolnu börn voru ættleidd til geri meira til að stuðla að fleiri endurfundum eins og þeim sem hann fékk að upplifa. Hann hefur nú haldið aftur til Bandaríkjanna eftir endurfundina í Chile en hann segir að framvegis verði hann í reglulegu sambandi við blóðmóður sína og aðra fjölskyldumeðlimi í Chile. Þau muni hittast fljótt aftur.

Það var CBC sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 5 dögum

15 létust þegar bensínstöð sprakk

15 létust þegar bensínstöð sprakk