fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Ráðist á mann sem hefur staðið fyrir mörgum Kóranbrennum

Pressan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 15:03

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var fyrr í dag á Salwan Momika sem vakið hefur þjóðarathygli í Svíþjóð að undanförnu fyrir að brenna í þó nokkur skipti eintök af Kóraninum, heilagasta riti íslam. Momika er frá Írak og hefur sem stendur stöðu flóttamanns í Svíþjóð, hann segist vilja að Kóraninn verði bannaður í landinu.

Ráðist var á Momika í borginni Södertälje, suður af Stokkhólmi. Árásarmaðurinn var klæddur í boxhanska og á myndböndum sem náðust af atvikinu og dreift var á samfélagsmiðlum má heyra árásarmanninn ávarpa og örgra Momika á arabísku og slá síðan og sparka í hann.

Momika varðist í fyrstu höggum mannsins með því að lyfta handleggjunum en náði að krækja sér í skilti af götunni og á myndböndunum má sjá hann sveifla skiltinu í átt að árásarmanninum sem á endanum flúði af vettvangi.

Árásin var tilkynnt til lögreglu en enginn hefur verið handtekinn grunaður um hana. Lögreglan hefur ekki staðfest að Momika hafi verið þolandi árásarinnar en segir málið vera í rannsókn.

Það var SVT sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi