fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Afhjúpar skelfilegar aðstæður Ásu Guðbjargar eftir að lögreglan vísaði henni á dyr – „Ég sá kunnuglegan svip á Ásu“

Pressan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa fáir Íslendingar vakið meiri athygli á erlendri grundu undanfarnar vikur en Ása Guðbjörg Ellerup, sem þó hefur ekkert gert til að eiga þessa óumbeðnu athygli skilið annað en ganga í hjónaband fyrir rúmum tuttugu árum. Eiginmaður hennar, sem hún er sem stendur að skilja við, er í haldi lögreglunnar í New York og er hvorki meira né minna en grunaður um að vera raðmorðingi. Þessu komst Ása að þegar lögregla ruddist inn á heimili hennar og vísaði henni og börnunum á dyr. Síðan þá hefur Ása staðið í ströngu við að verjast ágangi fjölmiðla og illkvittnum fabúleringum um hvað hún vissi eða hefði mátt vita um myrkraverk eiginmanns síns. Rétt er að taka fram að Ása hefur ekki stöðu sakbornings enda var hún víðs fjarri þegar morðin voru framin. Börn Ásu eru Victoria og Christopher. Bæði eru fullorðin en búa enn heima.

Engar leiðbeiningar

Melissa Moore hefur reynst Ásu Guðbjörgu töluverður stuðningur, en hún fór meðal annars af stað með GoFundMe-söfnun fyrir Ásu og börn sem hefur gengið vonum framar. Melissa hefur nefnilega áþekka reynslu á bakinu enda dóttir hins alræmda broskalla-raðmorðingja, Keith Hunter Jesperson, sem var árið 1995 fundinn sekur um að hafa banað minnst átta konum. Keith fékk viðurnefni sitt fyrir skilaboð sem hann sendi á lögreglu og fjölmiðla, þar sem hann montaði sig af glæpum sínum, en undir bréfin kvittaði hann með broskall.

Melissa var aðeins unglingur þegar faðir hennar var handtekinn og hún segir að málið hafi kippt öllum stoðum undan lífi hennar og fjölskyldunnar. Faðir hennar hafi verið tvöfaldur í roðinu og komu brot hans henni í opna skjöldu. Melissa segir að áfallið hafi sýnt henni hversu nauðsynlegt það er að veita fjölskyldum raðmorðingja stuðning. Hún hefur því helgað líf sitt því að styðja við fjölskyldur í þessari stöðu og hjálpa þeim við að koma lífi sínu aftur á kjölinn. Eins veitir hún aðstoð hvað varðar samskipti við fjölmiðla og tilfinningaleg eftirköst.

Því var aðeins rökrétt að Melissa léti mál Ásu til sín taka og nýlega fór hún til fundar við Ásu og börn hennar á heimili þeirra á Long Island. Melissa segir að þarna hafi þær verið að hittast í fyrsta sinn og hafi hún strax séð sláandi líkindi þess hvernig Ása er að takast á við málið, og hvernig móðir Melissu sjálfar brást við á sínum tíma.

„Það eru engar leiðbeiningar sem segja þér hvernig þú átt að hegða þér eftir að þú fréttir að eiginmaður þinn eða faðir sé meintur raðmorðingi. Þetta snýst í rauninni um að tækla lífið frá einni stund til annarrar og með tíð og tíma er hægt að taka þetta einn dag í einu. En ég sá kunnuglegan svip á Ásu. Svipur sem móðir mín bar eftir að faðir minn var handtekinn. Þessi svipur lýsti stolti gagnvart börnum sínum og eins ótta – Mun verða í lagi með þau. Það er enginn möguleiki að fjölskyldan hafi vitað um tvöfalt líf Rex. Ég sé þau sem saklausa vegfarendur andspænis þessum ásökunum.“

Þurftu að sofa í bílaleigubíl

Melissa gagnrýnir hvernig lögregla hefur komið fram við fjölskylduna. Þeim hafi verið hent út af sínu eigin heimili og engu um þau skeytt.

„Á þeim tíma sem ég hef unnið með fjölskyldum á borð við þessa, þá hef ég vitað til þess að lögreglan komi fjölskyldum fyrir á hóteli eftir að þeir taka yfir heimilið til að afla sönnunargagna. Þetta átti sér ekki stað hvað varðar Ásu, Christopher og Victoriu. Þegar Rex var handtekinn […] ruddust þeir inn á heimilið, lögreglan og fulltrúar alríkislögreglunnar. Svo segja þeir – Við erum með dómsúrskurð. Við ætlum að leita hér inni og eigum eftir að vera hér í töluverðan tíma. Þeir sögðu þeim að pakka fyrir eina nótt að heiman og yfirgefa húsið. Þeir tóku líka umráð yfir fjölskyldubílnum. Þeir skutluðu henni svo á bílaleigu. Hún tók sér bíl á leigu. Svo hringdi hún og fékk að gista hjá fjölskyldu þar sem hún hafði um ekkert annað að velja.“

Þarna hafi Ása og börn verið ráðvillt, í áfalli og ekki vitað sitt rjúkandi ráð. Þeim hafi verið hent út og ekki einu sinni gefinn tími til að hafa upp á gæludýrum sínum. Christopher hafi fengið að sækja þjónustuhund sinn, en þeim hafi þó ekki tekist að finna kettina tvo. Þau hafi reiknað með að lögreglan myndi þá sjá um kettina, en annað kom á daginn. Yfirvöld hafi fangað kettina í búri og sent þá á stað sem sér um að svæfa yfirgefin gæludýr.

Fjölskyldan hafi þá farið til föður Ásu, sem er verulega aldraður og við slæma heilsu. Þar hafi þau gist fyrstu næturnar en eftir að fjölmiðlar höfðu upp á heimilisfanginu ákváðu þau að forða sér til að hlífa gamla manninum við áganginum. Eftir það hafi þau gist í bílaleigubílnum þar til þau fengu aftur að snúa heim. Sem betur fer tókst lögmanni þeirra að hafa uppi á köttunum áður en þeir voru svæfðir.

Þar fyrir utan sé nú komið á daginn að Ása sjálf glímir við veikindi, en hún er bæði með brjósta- og húðkrabbamein. Þar sem hún hafi misst vinnuna eftir að maður hennar var handtekinn sé hún nú að missa sjúkratryggingu sína.

Sakleysi hennar kýrskýrt

Melissa segir að það sem hafi komið henni á óvart við Ásu, eftir að þær hittust, er hversu mikla samkennd hún hefur í garð annarra. Það sé ljóst að hún sé enn að átta sig á öllu sem hefur átt sér stað undanfarinn mánuð.

Lögmaður tveggja kvenna sem fundust látnar á Gilgo-ströndinni, en Rex Heuermann hefur ekki formlega verið ákærður fyrir að hafa banað, sagði um helgina að Ása væri hlutdeildarmaður í brotum eiginmanns síns og sé hreinlega að blekkja almenning með framkomu sinni í viðtölum. Hún ætti að vera sakborningur og ekki væri tilefni til að líta á hana sem fórnarlamb eiginmanns síns. Melissa segir þetta af og frá.

„það er 100 prósent enginn vafi á því að hún hafði ekkert með þetta að gera. Sakleysi hennar er kýrskýrt. Ég hef starfað á þessum vettvangi í langan tíma og hitt hundruð fjölskyldna sem eru að ganga í gegnum svipaðar aðstæður og ég get lesið vel í fólk. Þegar sá dagur kemur að hún er tilbúin að deila sögu sinni þá mun enginn efast um sakleysi hennar.“

Sambærilegt hafi átt sér stað hvað móður Melissu varðar, en fólk hafi litið á hana sem seka fyrir það eitt að hafa verið gift morðingja. rðingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland