fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Seldi hundi íbúð og var handtekinn í kjölfarið

Pressan
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 16:30

Hundur af tegundinni pug Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranskur fasteignasali er í djúpum vanda eftir að hafa selt hundi íbúð en í kjölfarið var hann handtekinn af lögregluyfirvöldum og á yfir höfði sér refsingu. Fjallað er um málið á vef News.com. 

Athygli yfirvalda á málinu kviknaði þegar myndskeið af viðskiptagjörningnum fór á flug á samfélagsmiðlum, Þar mátti sjá eigendur hundsins, sem heitir Chester, undirrita samning þar sem þau afsala sér íbúðinni til hundsins. Hinn ferfætti fasteignamógúll fær síðan aðstoð eigenda sinn til að dýfa loppunni ofan í blek og „undirrita“ síðan afsalið. Fylgdi með sögunni að parið ætti engin börn og hafi viljað ánafna hundinum þessari stærstu eign þeirra.

Haft er eftir Reza Tabar, saksóknara, að umræddur gjörningur eigi sér enga stoð í lögum en öllu verra sé að hann grafi undan siðferði í landinu og á þeim grundvelli var fasteignasalinn, sem ekki var nafngreindur, handtekinn og má búast við ákæru.

Þrátt fyrir að gæludýraeign, sérstaklega á köttum og hundum, færist í vöxt í Íran þá eru hundar samt álitnir óhreinir og hafa íhaldssamir klerkar barist gegn því að þeir séu haldnir sem gæludýr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi