fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Þessi einfalda athöfn getur bætt vellíðan þína

Fókus
Laugardaginn 19. ágúst 2023 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsuvefur CNN greindi frá því fyrr í vikunni að nýleg könnun á vegum Gallup í Bandaríkjunum gefur til kynna að vellíðan fullorðinna sem heilsar reglulega fólki í nærumhverfi sínu sé meiri en þeirra sem heilsa fáum eða jafnvel engum.

Þátttakendur sem sögðust heilsa a.m.k. sex manns reglulega gáfu vellíðan sinni hærri einkunn en þátttakendur sem heilsuðu nánast engum.

Dan Witters sem er einn umsjónarmanna kannana Gallup á vellíðan Bandaríkjamanna þegar kemur að starfsferli, fjármálum, félagslegum samskiptum og líkamlegri heilsu segir muninn ekki gríðarlegan en hann sé til sannarlega til staðar. Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að það að heilsa nokkurn veginn sömu sex manneskjunum reglulega bæti vellíðan en að heilsa fleira fólki en það bæti vellíðanina ekkert meira.

Hann segir ekki öllu máli skipta hvort maður spjallar við eða þekki vel það fólk sem maður heilsar reglulega. Það felist ekki heldur í niðurstöðum könnunarinnar að maður verði að heilsa fólkinu á hverjum degi heldur sé miðað við að maður heilsi því í hvert sinn sem maður sér það.

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að það bæti ekki aðeins félagsleg samskipti að heilsa reglulega fólki í nærumhverfi manns heldur bæti það meðal annars líkamlega heilsu og hafi góð áhrif á fjárhagslega stöðu og starfsferil. Hann segir áhrifin á starfsferilinn stafa einkum af því að hinar reglulegu kveðjur ýti undir almenna ánægju sem stuðli að því að fólk finni sig betur í starfi. Þegar kemur að líkamlegri heilsu fylli það að heilsa fólki meiri orku sem hafi góð áhrif á heilsuna.

Í könnuninni var fjárhagsleg staða ekki skilgreind út frá upphæðum heldur því að eyða peningum með ábyrgum hætti og vinna markvisst að því að byggja upp fjárhagslegt öryggi. Witters segir að þarna hafi einnig nokkuð að segja að fólk sem heilsar öðrum í nærumhverfi sínu sé líklegra til að búa í öruggara hverfi þar sem því líði vel að vera úti við.

Könnunin leiddi líka í ljós að það fólk sem heilsar a.m.k. sex manneskjum í nærumhverfi sínu reglulega er líklegra til að vera ánægðara með líf sitt og framtíðarhorfur.

Yngra fólk heilsar minna

Samkvæmt könnuninni heilsaði fólk undir þrítugu síður sex manns eða fleiri í nærumhverfi sínu reglulega. Aðeins 14 prósent þátttakenda í þessum aldurshópi segjast gera það.

Witters segir fólk á þessum aldri í Bandaríkjunum líklegra til að búa í stærri fjölbýlishúsum þar sem ólíklegra er að kynni takist við nágranna. Eins og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum er þessi hópur jafnframt talinn líklegri til að horfa niður á snjallsíma sína í staðinn fyrir að heilsa nágrönnum sínum.

Því eldri sem þátttakendur í könnuninni voru því líklegri voru þeir til að heilsa sex manns, eða fleiri, í nærumhverfi sínu reglulega. Það er einna helst skýrt með því að eldra fólk í Bandaríkjunum, einkum 65 ára og eldri, er líklegra til að búa í minni húsum, bæjum, og borgum þar sem auðveldara er að kynnast fólki í nærumhverfi sínu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans