fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Grátbað Donald Trump að hjálpa sér

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 13:00

Rudy Giuliani/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því að Rudy Giuliani fyrrverandi borgarstjóri í New York og fyrrverandi lögmaður Donald Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, hafi ásamt lögmanni sínum, Robert Costello, heimsótt Trump á heimili hans í Flórída og grátbeðið um hjálp við að greiða svimandi háan  lögfræðiskostnað sem Giuliani hefur orðið fyrir. Kostnaðurinn er sagður kominn upp í 7 stafa tölu.

Giuliani og Costello fóru í þessa heimsókn í apríl síðastliðnum þar sem þeir töldu best að skýra það út fyrir Trump augliti til auglitis af hverju það væri honum í hag að leggja fram fjármuni til hjálpar Giuliani.

Að sögn heimildarmanna CNN hafði málflutningur þeirra lítil áhrif á Trump sem er sagður almennt ekkert sérstaklega áfjáður í að láta fé af hendi rakna úr sínum persónulegu sjóðum. Hann mun þó hafa á endanum samþykkt, munnlega, að greiða hluta kostnaðarins fyrir Giuliani án þess þó að nefna neinar upphæðir eða hvenær hann hyggðist leggja fram fé í þessu skyni.

Trump mun einnig hafa samþykkt að vera viðstaddur tvær fjáröflunarsamkomur sem stendur til að halda fyrir Giuliani.

Einn heimildarmanna CNN fullyrti hins vegar að Trump hefði aðeins samþykkt að greiða smávægilegan kostnað við geymslu gagna Giuliani. Einhverjum misserum síðar greiddu stjórnmálasamtök ( e. political action committee) á vegum Trump og stuðningsmanna hans 340.000 dollara (tæpar 44,9 milljónir íslenskra króna) skuld Giuliani við fyrirtækið Trustpoint sem sér um geymslu gagna hans á stafrænu formi. Þetta mun vera eina greiðslan sem Giuliani hefur hingað til fengið fyrir tilstuðlan Donald Trump eftir að sá fyrrnefndi fór sína bónarleið.

Annar lögfræðinga Giuliani tilkynnti fyrir dómi í gær að hann hefði ekki efni á að greiða kostnað við söfnun gagna vegna lögsóknar fyrirtækisins Smartmatic. Fyrirtækið framleiðir meðal annars rafræn kosningakerfi og höfðaði meiðyrðamál á hendur Giuliani eftir að hann fullyrti opinberlega að Smartmatic hefði tekið þátt í kosningasvindli í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum árið 2020.

Tregða Trump kom á óvart

Það kom fólki í innsta hring Donald Trump á óvart hversu tregur hann var til að greiða lögfræðikostnað Giuliani í ljós þess að sá síðarnefndi gæti freistast til að vinna með þeim saksóknurum sem hafa ákært Trump. Einn heimildarmaður CNN sem hefur tengsl við málið segir að það væri ekki klókt af Trump að greiða þennan kostnað. Vísaði heimildarmaðurinn í mál Michael Cohen sem var lögmaður Trump á undan Giuliani. Cohen var dæmdur til fangelsisvistar m.a. fyrir að brjóta lög um fjárframlög til kosningabaráttu. Hann sagðist hafa gert allt sem hann gerði að skipan Trump og var afar ósáttur við að lögfræðiskostnaður sinn hefði ekki verið greiddur. Cohen höfðaði mál á hendur Trump vegna þessa en samið var áður en það fór fyrir dóm.

Lögfræðikostnaður Rudy Giuliani er ekki síst tilkominn vegna fjölmargra lögsókna á hendur honum vegna fullyrðinga hans um að svindlað hafi verið í forsetakosningunum árið 2020. Lögmenn hans segja að hann sé í raun blankur og muni að öllu óbreyttu ekki hafa efni á að greiða kostnað við gagnasöfnun vegna lögsóknanna.

Einn lögmannanna sagði að margir reikningar Giuliani væru ógreiddir.

Það hafa ekki eingöngu einkamál verið höfðuð á hendur Giuliani. Saksóknarar í Georgíu-ríki hafa ákært hann fyrir að brjóta lög um glæpsamlega viðskiptahætti, reyna að sannfæra opinberan embættismann um að brjóta gegn starfsskyldum sínum, samsæri um fölsun og að viðhafa falskar yfirlýsingar.

Giuliani segir ákærurnar níðingsverk gagnvart bandarísku lýðræði og muni vinna óbætanlegt tjón á dómskerfi landsins.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin