fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Tugir manna réðust inn í verslun og stálu lúxusvarningi sem var milljóna króna virði

Pressan
Mánudaginn 14. ágúst 2023 19:00

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn laugardag hélt hópur fólks, sem talið er að hafi samanstaðið af allt að 50 einstaklingum, í verslunarmiðstöð í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hópurinn var vopnaður úðabrúsum sem innihéldu ertandi efni sem notað er til að úða á birni í árásarhug.

Verslunarmiðstöðin heitir Westfield Topanga Mall og er staðsett í Woodland Hills sem er í vesturhluta borgarinnar. Hópurinn hélt að verslun fyrirtækisins Nordstrom og úðaði úr brúsunum á tvo öryggisverði verslunarinnar sem komu litlum vörnum við eftir það. Fólkið stal síðan lúxus-handtöskum og fötum úr versluninni.

Andvirði varningsins sem stolið var er talið nema allt að 100.000 dollurum (um 13,2 milljónum íslenskra króna)

Lögreglan var að sögn fljót á staðinn en náði ekki að hafa hendur í hári neins af þjófunum. Hún segist hafa ýmsar vísbendingar sem gagnast munu við rannsókn málsins.

Hluti ræningjanna flúði vettvang í BMW-bifreið en hinir í hópnum flúðu á öðrum farartækjum.

Fólk sem statt var í versluninni tók atganginn upp á farsíma sína og á myndböndum sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá að þjófarnir huldu andlit sín með hettum og grímum. Þeir rifu niður hillur og hver þeirra tók með sér eins mikið af varningi og hann gat borið. Talsverðar skemmdir urðu í versluninni.

Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, sagði að draga yrði fólk sem stæði fyrir slíkum verknaði til ábyrgðar. Hún segir að lögreglan muni finna þá sem stóðu fyrir þessum fjöldaþjófnaði og muni koma í veg fyrir árásir af þessu tagi í framtíðinni.

Samskonar atvik, þar sem stór hópur fólks réðst inn í verslun og stal eins miklu og mögulegt var, átti sér stað síðastliðinn þriðjudag í verslun Yves Saint Laurent í borginni Glendale, sem er í nágrenni Los Angeles. Andvirði varningsins sem sá hópur stal er talið nema um 300.000 dollurum (um 39,7 milljónum íslenskra króna).

Það var NBC sem greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár