fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Átök milli lögreglu og ungmenna eftir að hvatt var til þjófnaða á samfélagsmiðlum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 22:16

Hvatning til þjófnaða í verslun í Oxford Street sem dreift var á samfélagsmiðlum/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail greinir frá því að átök hafi brotist út milli lögreglu og fjölda ungmenna í verslunargötunni Oxford Street í miðborg London fyrr í dag.

Lögreglan beitti kylfum en átökin eiga rætur að rekja til þess að hvatning til þess að ræna íþróttavörubúðina JD Sports og fleiri verslanir breiddist út á samfélagsmiðlum.

Níu ungmenni voru handtekin meðal annars fyrir að ráðast á lögregluþjóna, hlýða ekki skipunum um að yfirgefa svæðið og vera útbúin fyrir stórtækan búðaþjófnað.

Átökin voru að sögn einna hörðust fyrir utan verslun Microsoft í götunni. Á myndböndum mátti meðal annars sjá einstakling flýja undan lögreglu áður en hann var eltur uppi og handtekinn. Annar einstaklingur sást, á myndbandi, kýla lögregluþjón í andlitið.

Í hvatningunni sem dreift var á samfélagsmiðlum voru tilvonandi þjófar hvattir til að klæðast lambhúshettum og hönskum en mæta ekki vopnaðir á staðinn og heldur ekki ef viðkomandi gæti ekki hlaupið.

Lögreglan er sögð hafa orðið vör við þessa hvatningu og verið því við öllu búin. Henni hefur verið veitt heimild til klukkan 10 í fyrramálið til að banna fólki að vera á svæðinu þar sem átökin áttu sér stað og handtaka hvern þann sem hlýðir ekki slíkum skipunum.

Lögreglan sagðist í yfirlýsingu hafa raunar verið að bregðast við tilkynningum um ólæti fyrir utan vesrlun Microsoft en ekki hafi borist tilkynningar um tilraunir til víðtæks þjófnaðar í versluninni. Enn fremur hafi hún verið mjög sýnileg á Oxford Street í allan dag.

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom einnig fram að tveir einstaklingar hefðu verið handteknir í nágrenni London fyrir samsæri um að fremja þjófnað, eftir að áðurnefnd hvatning var birt á samfélagsmiðlum.

Öryggisverðir í verslunum á Oxford Street voru viðbúnir miklum ólátum líkt og í ágúst á síðasta ári en þá frömdu hópar ungmenna skemmdarverk í fjölmörgum verslunum í götunni og réðust á lögregluþjóna.

Tveimur verslunum í götunni var lokað á meðan mestu átökin stóðu yfir en opnaðar þegar lögreglan gaf út skipun um að ungmennin skyldu yfirgefa svæðið.

Sadiq Khan, borgarstjóri London, hvatti fyrr í dag fólk til að taka ekki þátt í þjófnuðunum og kallaði hvatinguna sem dreift var á samfélagsmiðlum algjöra vitleysu.

Hann varaði einnig við því að lögreglan myndi halda uppi strangri gæslu á svæðinu og hafa um það góða samvinnu við eigendur verslana.

Lögreglan varaði einnig við því fyrir fram á sínum samfélagsmiðlum, áður en átökin brutust út, að hún væri vel meðvituð um þessa hvatningu og hún myndi þar af leiðandi herða löggæslu í Oxford Street. Einnig var varað við því að andfélagsleg hegðun yrði ekki liðin.

Ekki kemur fram hversu gamlir einstaklingarnir níu sem handteknir voru eru gamlir en fyrir fram var reiknað með að það yrði einkum fólk á aldrinum 16-25 ára sem myndi fylgja hvatningunni til þjófnaða.

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?