fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Hún var áreitt árum saman í gegnum síma – Fékk áfall þegar kom í ljós hver það var

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 22:00

Mynd úr safni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristen Kime er þrítug kona frá Sheffield í Bretlandi. Síðan hún var 15 ára hefur hún mátt þola reglulegar símhringingar frá sama manninum. Í símtölunum hefur maðurinn yfirleitt viðhaft kynferðislegt athæfi og orðbragð. Hann talaði oft um í hvernig fötum hún var og vissi alltaf nákvæmlega hvar hún væri.

Maðurinn hringdi alltaf úr leyninúmeri en það var ekki fyrr en nýlega sem Kristen ákvað að snúa vörn í sókn með því að hlaða niður hugbúnaði í símann sinn sem afléttir númeraleynd þegar hringt er úr slíkum númerum í viðkomandi síma.

Óhætt er að segja að hún hafi fengið áfall lífs síns þegar hún prófaði að slá inn símanúmer mannsins í leitarglugga á Facebook og upp kom síða Steven Turner, frænda hennar.

Turner er 49 ára gamall og var í síðasta mánuði dæmdur fyrir umsáturseinelti og hlaut fyrir það tveggja ára fangelsi.

Kristen segist hafa ákveðið að tala opinberlega um málið til að vekja athygli á umsáturseinelti. Hún segir að hvert símtal hafi vakið hjá henni ótta um að hún yrði fyrir árás af kynferðislegum toga. Frænda sínum muni hún aldrei fyrirgefa.

Hún segir samband hennar við frænda sinn hafa verið gott og hún var tíður gestur á heimili hans í æsku.

Eftir að símtölin byrjuðu fyrst grátbað hún manninn, sem þá var óþekktur, að láta sig í friði. Simtölin héldu hins vegar áfram og eftir nokkra mánuði sagði hún foreldrum sínum frá þeim. Viðbrögð þeirra voru að segja henni að hunsa símtölin.

Símtölin héldu hins vegar áfram, nánast á hverju kvöldi. Kristen sagði frænda sínum Turner frá þeim og hann þóttist hafa áhyggjur en veitti henni sömu ráð og foreldrar hennar gerðu. Kristen grunaði hins vegar aldrei að það væri frændi hennar sem stóð á bak við símtölin.

Hætti að hringja þegar hún eignaðist kærasta en byrjaði svo aftur

Þegar hún varð 17 ára eignaðist hún kærasta og þá hættu símtölin að berast. Átta árum síðar þegar Kristen var orðin 25 ára og hætt með kærastanum byrjuðu símtölin aftur en hún þekkti röddina um leið og vissi að þetta væri sami maðurinn.

Símtölin héldu áfram í tvo mánuði en Kristen hafði nýlega eignast barn og þegar maðurinn í símanum minntist á barnið óttaðist hún um öryggi þeirra.

Hún passaði sig að vera aldrei ein þegar hún yfirgaf heimili sitt.

Símtölin hættu ekki og Kristen var algörlega búin að fá nóg. Móðir hennar lagði til að hún næði í hugbúnaðinn til að aflétta númeraleyndinni. Hún trúði því ekki í fyrstu að um væri að ræða símanúmer Turner en móðir hennar og systir staðfestu að svo væri.

Kristen bar þetta upp á Turner sem neitaði öllu og sagði að einhver hefði líklega hakkað sig inn í símann hans. Hún trúði honum í fyrstu því undrun hans virtist einlæg.

Turner hvatti hana til að leita til lögreglunnar. Hún gerði það og símtölin hafa ekki borist síðan. Síðar í sama mánuði og Kristen fór til lögreglunnar var Turner handtekinn. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hann hafði lagt aðra konu í umsáturseinelti.

Eins og áður segir var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi en var einnig dæmdur í 5 ára nálgunarbann gagnvart Kristen og hinni konunni.

Kristen segist ánægð með að hann gangi ekki laus lengur. Hún segist sjá mikið eftir því að hafa ekki leitað fyrr til lögreglunnar.

Það var Daily Mail sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann