fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Fyrrverandi starfsmaður á barnaheimilum ákærður fyrir að hafa misnotað börn 1623 sinnum

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 10:30

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því að maður í Ástralíu sem vann á fjölda barnaheimila (e. childcare centers) í bæði Brisbane og Sydney en einnig í ótilgreindu erlendu ríki hafi verið ákærður fyrir misnotkun á 91 barni. Alls er hann sakaður um að hafa brotið gegn þessum börnum í 1.623 skipti.

Maðurinn sem er 45 ára gamall hefur verið í varðhaldi síðan í ágúst á síðasta ári og var upphaflega ákærður fyrir framleiðslu á myndefni sem fól í sér misnotkun á börnum og fyrir að dreifa því.

Frekari rannsókn á raftækjum í eigu mannsins hefur hins vegar leitt í ljós fleiri tilfelli misnotkunar.

Aðstoðarlögreglustjóri í New South Wales, sem er eitt af ríkjum Ástralíu, segir að þetta sé eitt skelfilegasta mál þessarar tegundar sem hann hefur séð á sínum ferli.

Maðurinn er ákærður fyrir að ýmist misnota börn, framleiðslu á myndefni sem sýnir slíkt athæfi, fyrir að eiga myndefni af því tagi, dreifa því og afla þess frá öðrum aðilum.

Ástralska lögreglan segist vera fullviss um að hún hafi borið kennsl á öll börn sem maðurinn er grunaður um að misnota í Ástralíu og tilkynnt foreldrum þeirra um það. Alls er þar um að ræða 87 börn, allt stúlkur undir kynþroskaaldri.

Lögreglan segist vera að vinna með alþjóðlegum stofnunum við að að bera kennsl á þau 4 börn sem maðurinn er grunaður um að hafa misnotað erlendis.

Það kemur ekki fram berum orðum í frétt CNN að um sé að ræða kynferðislega misnotkun en það virðist vera mjög líklegt.

Maðurinn á að mæta fyrir dóm þann 21. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði