fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Jarðvegssýni sem fundust í dönskum frysti skelfa vísindamenn – „Við erum að tala um marga metra“

Pressan
Sunnudaginn 30. júlí 2023 14:00

Hluti af Grænlandsjökli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa vísindamenn talið að Grænlandsjökull hafi verið til staðar í milljónir ára, að hann hafi verið frosinn allan þennan tíma. En nú hefur jarðvegssýni, sem fannst í dönskum frysti, orðið til þess að hópur vísindamanna bendir nú á að þetta sé ekki hugsanlega ekki rétt.

CNN skýrir frá þessu og segir að vísindamennirnir telji sig hafa fundið sannanir fyrir að stór hluti af jöklinum hafi bráðnað við náttúrulega hlýnun loftslagsins fyrir aðeins 400.000 árum. Þá var hitinn svipaður og sá hiti sem við nálgumst nú með loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Þetta eru kannski slæmar fréttir fyrir þá milljarða manna sem búa nærri sjávarsíðunni. „Þegar maður skoðar hvað náttúran gerði í fortíðinni, er það fyrir okkur jarðvísindamenn besta vísbendingin um framtíðina,“ sagði Paul Bierman, hjá University of Vermont og einn af aðalhöfundum rannsóknarinnar.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Science í síðustu viku en hún stóð yfir í mörg ár. Hún snerist um 3,5 metra langt jarðvegssýni sem var tekið eftir að borað hafði verið 1.300 metra niður undir ís við bandarísku Camp Century herstöðina á Grænlandi.

Á þessum tíma var tæknin ekki nægilega góð til að hægt væri að rannsaka sýnið vel. En 2017 fannst það í dönskum frysti og var tekið til rannsóknar. Það var Paul Biermen sem fann sýnið.

Þegar vísindamenn við University of Vermont byrjuðu að rannsaka sýnið urðu þeir mjög hissa. „Jarðvísindamönnum bregður venjulega ekki við það sem þeir finna, en þetta er virkilega sjokkerandi,“ sagði Bierman að sögn CNN.

Í sýninu eru leifar af greinum, mosa, laufblöðum og fræjum. Með sérstakri tækni var rannsakað hvenær þessar leifar voru síðast í sólarljósi. Kom þá í ljós að þær lentu undir ís fyrir aðeins 416.000 árum.

„Við erum hér með steinrunnið, frosið vistkerfi. Það þýðir auðvitað að jökullinn var horfinn því þú gast ekki ræktað plöntur undir kílómetra þykkum ís,“ sagði Bierman.

Vísindamennirnir segja að þetta sanni að stór hluti af Grænlandsjökli hafi horfið þegar loftslagið hlýnaði fyrir mörg hundruð þúsund árum síðan.  Þeir segja að þetta bendi til að Grænlandsjökull geti hafa bráðnað frekar hratt þegar loftslagið hlýnaði af náttúrulegum orsökum. Af þeim sökum geti ísinn verið „enn viðkvæmari fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum en áður var talið og geti verið viðkvæmur fyrir óafturkallanlegri, hraðri bráðnun á næstu öldum,“ segir í tilkynningu frá þeim.

Eins og staðan er núna er CO2 í andrúmsloftinu hálfu öðru sinni meira en var þegar jarðvegssýnið lenti undir ís.

Ef ísinn á Norður- og Suðurskautinu bráðnar meira en reiknað er með, getur það gert slæma stöðu enn verri fyrir þann hluta mannkyns sem býr við sjávarsíðuna.  „Við erum að tala um margra metra hækkun sjávarborðsins, líklega tugi metra. Ef við horfum á hæð New York CityBostonMiami og Amsterdam yfir sjávarmáli. Sjáið Indland og Afríku, þar sem flestar byggðirnar eru nærri sjónum,“ sagði Tammy Rittenour, hjá Utan State University og einn af höfundum rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni