fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Svona færðu sem mest úr læknisheimsókninni

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 16:00

Mynd/Getty/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail ræðir í dag við læknirinn og prófessorinn Sir Muir Gray um hvernig sé best fyrir fólk að fá sem mest út úr stuttum tímum hjá heimilislæknum.

Í Bretlandi er talsverð bið eftir lausum tímum hjá heimilislæknum og þegar fólk fær tíma eru þeir að meðaltali ekki lengri en tíu mínútur og það getur tekið á taugarnar að koma öllu á framfæri við lækninn á þessum stutta tíma og muna eftir öllu sem þarf að koma fram.

Þótt þetta séu ráðleggingar sem settar eru fram í samhengi við breskan veruleika þá hljómar þetta ekki ólíkt því sem Íslendingar þekkja úr heilbrigðiskerfinu hér á landi og því ætti þetta að gagnast vel fyrir læknisheimsóknir á Íslandi.

Gray minnir fólk á að læknar hitta marga sjúklinga á dag. Best sé þess vegna að vera tilbúinn með svar þegar læknirinn spyr hvað ami að.

Hann mælir með því að fólk hafi fyrir fram í huga hvenær krankleikinn byrjaði, hvað sé það sem valdi áhyggjum og hvað maður voni að læknirinn geti gert fyrir mann. Læknirinn muni spyrja hvað viðkomandi hafi gert til að bæta það sem ami að og hvaða árangur það hafi borið.

Þessi aðferð sé góð til að koma í veg fyrir að það gleymist að segja frá einhverju mikilvægu atriði sem snýr að því sem amar með. Slík gleymska sé afleiðing af því að aðstæðurnar í hraðri læknisheimsókn séu kvíðavaldandi og þetta sé ekki merki um greindarskort.

Aðstæðurnar geti líka ýtt undir að fólk gleymi því sem læknirinn segir við það og þess vegna mælir hann með því að hafa með sér upptökutæki eða skrifa niður það sem hann segir. Þetta sé hjálplegt ekki síst hvað varðar alvarleg veikindi eins og t.d. krabbamein.

Gray mælir einnig með því að fólk spyrji lækninn eða annað heilbrigðisstarfsfólk hvað það geti gert sjálft til að bæta eigin heilsu og að það ræði við annað fólk sem glímir við sams konar veikindi. Helsta verkefni heilbrigðiskerfisins sé að greina veikindi, veita bráðameðferð og að koma almennri meðferð af stað. Að öðru leyti þurfi sjúklingar að sjá um sig að mestu leyti sjálfir.

Þess vegna sé svo mikilvægt að fólk hugsi vel um sjálft sig til að koma í veg fyrir eða til að takast á við langtíma heilsufarsleg vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum